Fundargerð bygginganefndar 23.ágúst 2012

24.08 2012 - Föstudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

23. ágúst 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Þráinn Hjálmarsson, Jóhann L. Einarsson, Sigurður Björnsson, Baldur Kjartansson, Ari G. Hallgrímsson, Hrund Snorradóttir og Hilmar Jósefsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 11. júlí sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: Sláturfélag Vopnafjarðar – Endurnýjun leyfis fyrir sviðaaðstöðu. Sbr. bréf Þórðar Pálssonar, frkv.stj. sláturfélagsins, dags. 06. ágúst 2012, sækir félagið um heimild til að starfrækja sviðaaðstöðu á lóð Eldisfóðurs ehf. Hyggst félagið gera ráðstafanir til að betrumbæta vinnuastöðuna svo sem bréfið ber með sér sem og hjálögð skissteikning Þórðar auk heldur sýnir.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið til eins árs en gerir þá kröfu að málið verði sett í grenndarkynningu þegar í stað. Leyfið er háð heimild Heilbrigðiseftirlitsins.

Samþykkt með 6 atkvæðum, einn á móti.

 

3.      mál: Golfklúbbur Vopnafjarðar – Sbr. samþykkt skipulags- og bygginganefnar þann 23. maí sl. hefur golflklúbburinn heimild tið að bjóða út verk er varðar veglagningu og bílastæði, skv. meðfylgjandi uppdrætti, tillaga 12. Breytingin frá fyrri uppdrætti er óveruleg, sbr. meðfylgjandi uppdrætti, tillögur 8 og 12. Breytingar á skála eru ekki á dagskrá að sinni.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða tillögu 12, svo sem tilboð verktaka miðaðist við.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12.55.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir