Fundargerð bygginganefndar 03. september 2012

03.09 2012 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

03. september 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætti til fundar: Hrund Snorradóttir, Baldur Kjartansson, Jóhann L. Einarsson, Ingófur B. Arason, Hilmar Jósefsson og Þráinn Hjálmarsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 23. ágúst sl. lögð fram.

 

Fundargerðin síðan samþykkt

 

2.      mál: Golfvöllur Vopnafjarðar – Grenndarkynning. Lagt fram bréf Vopnafjarðarhrepps, dags. 03. september 2012, og varðar grenndarkynningu vegna tillögu að skipulagi á golfvallarsvæði Vopnafjarðar. Felur tillagan í sér staðsetningu á skála Golfklúbbs Vopnafjarðar ásamt nýjum vegi og bílastæðum. Er frestur til athugasemda 4 vikur frá dagsetningu kynningarbréfs.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða að erindið fari í grenndarkynningu.

 

3.      mál: Úthlutun á svæði á þjóðlendu – Auglýsing Vopnafjarðarhrepps er varðar úthlutun á svæði á þjóðlendu fyrir fjallaskála í landi Mælifells í Vopnafirði á grundvelli skipulagslaga og laga um þjóðlendur. Er auglýsingin unnin í samvinnu við lögfræðinga forsætisráðuneytisins. Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:40.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir