Fundargerð bygginganefndar 28. september 2012

01.10 2012 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

28. september 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Ingólfur B. Arason, Jóhann L. Einarsson og Ari G. Hallgrímsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 03. september sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt

 

2.      mál: Bílar og vélar ehf. – stöðuleyfi fyrir gám. B&V sækir um stöðuleyfisheimild, skv. bréfi dags. 19. september 2012, fyrir 40“ gám á lóð fyrirtækisins neðan grindverks og við suðurhlið bragga HB Granda. Áður hafði umsóknaraðili gám handan braggans, sem nú þjónar sem bílastæði HB Granda.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða stöuleyfi til eins árs og að málið verði endurmetið m. t. t. fenginnar reynslu.

 

3.      mál: Rarik – breyting á lögn. Skv. bréfi Björns G. Hreinssonar, f. h. Rarik og er dagsett 21. september 2012, æskir Rarik eftir breytingu á áður samþykktri raflögn frá aðveitustöð að HB Granda. Meðfylgjandi er uppdráttur málinu til útskýringar. Rætt hefur verið við íbúa er málið varðar.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindi Rarik en æskir þess að fyrirtækið færi starfsmanni bygg.flltr. skriflegt samþykki íbúa er málið varðar. Brýnt er að ásýnd klettsins verði ekki sköðuð s. s. vinna Rarik miðast við.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:40.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir