Fundargerð bygginganefndar 29. október 2012

29.10 2012 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

29. október 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Baldur H. Friðriksson, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Ingólfur B. Arason, Jóhann L. Einarsson og Baldur Kjartansson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka fyrir bréf Vopnafjarðarhrepps til Skipulagsstofnunar varðandi efnistöku og framkvæmdaleyfi í Straumseyrarnámu. Samþykkt samhljóða að taka sem 6. mál á dagskrá.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 28. september sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt

 

2.      mál: HB Grandi hf. – Viðbygging forrýmis við frysti-/lyftarageymslu. Óskað er eftir byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við eldri frystiklefa samkvæmt framlögðum gögnum; bréf til bygg.flltr., umsókn um byggingaleyfi, gátlisti, uppdrættir og skráningartafla.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur tekið erindið fyrir og samþykkir framkvæmdina samhljóða.

 

3.      mál: HB Grandi hf. - Tillaga að breyttu skipulagi Hafnarbyggðar. Félagið óskar eftir breytingum á bílastæðum miðað við áður auglýst skipulag Vopnafjarðarhrepps en að öðru leyti muni Hafnarbyggð halda breidd sinni. Meðfylgjandi bréf, dags. 23.10.2012, og uppdráttur, Tillaga að frágangi við Hafnarbyggð, dags. 25.09.2012.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur fjallað um erindi félagsins. Í ljósi þess að tillagan gerir ráð fyrir breytingum á áður auglýstu skipulagi sveitarfélagsins mun tillagan verða lögð fyrir skipulagshönnuð aðalskipulags og tekið fyrir að nýju þegar umsögn hans liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.

 

4.      mál: Ytri-Hlíð II, Vesturárdal. – Heimild til niðurrifs á mannvirkjum. Hofsárdalur ehf., skv. bréfi dags. 12. október 2012, óskar heimildar til að rífa fjós og hlöðu áföst íbúðarhúsi að Ytri-Hlíð II í Vesturárdal í Vopnafirði. Hyggst Hofsárdalur ehf. ráðast í brýnar viðhalds- og endurbætur á íbúðarhúsinu.

 

Skipulags- og bygginganefnd tók erindið fyrir á forsendum þeirra gagna sem fyrir fundi lágu en eftir að gögn voru send út barst bréf HAUST, dags. 26. október sl., starfsleyfi, dags. 29.10.2012, ásamt umsókn um starfsleyfi, dags. 25.10.2012. Tekur starfsleyfið gildi við samþykkt skipulags- og bygginganefndar, sem síðan verður undirritað af HAUST að afloknum fræðslu- og fundadögum stofnunarinnar þann 01.11. n. k. Samþykkt samhljóða að heimila framkvæmdina með útgáfu starfsleyfis

 

5.      mál: Golfvöllur Vopnafjarðar – Vopnfirðingafélagið í Reykjavík. Bréf Vopnfirðingafélagsins í Reykjavík, dags. 27. september 2012, varðandi skipulag á golfvallarsvæði Vopnafjarðar. Ekki eru gerðar athugasemdir við vegaframkvæmdir en talin lítil bót af framkvæmdinni fyrir Garðshorn – og mögulegra nýrra húsa á svæðinu. Málið til umræðu á fundi hreppsnefndar 04. október sl. Lagt fram til kynningar.

 

6.      mál: Bréf Vopnafjarðarhrepps til Skipulagsstofnunar – Bréf Vopnafjarðarhrepps, dags. 24. október 2012, til Skipulagsstofnunar er varðar hemilid til efnistöku úr Straumseyrarnámu og er svar við bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 18. október 2021.

 

Með bókun sinni á fundi skipualags- og bygginganefndar þann 10. janúar sl. staðfesti nefndin að heimila efnistöku í Straumseyrarnámu s. s. Vegagerðin óskaði um leið og framkvæmdaleyfi var gefið á vegaframkvæmdirnar. Samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:45.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir