Fundargerð bygginganefndar 21. janúar 2013

21.01 2013 - Mánudagur

 

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

21. janúar 2013, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Jóhann L. Einarsson, Ingólfur B. Arason, Þráinn Hjálmarsson, Baldur Kjartansson og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 29. október sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: Deiliskipulag athafna- og urðunarsvæðis – Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 09. nóvember 2012, er varðar gildi deiliskipulaga með hliðsjón af niðurstöðu úrskurðarnefndar lagt fram. Nefndin samþykki að deiliskipulag urðunar- og athafnasvæðis verði auglýst að nýju. Áður tekið fyrir í hreppsnefnd 10. janúar sl. ennfremur lagt fram bréf HAUST, dags. 16. janúar 2013, umsögn um deiliskipula og umhverfisskýrslu.

 

Nefndin leggur til að eftirfarandi deiliskipulag ,,Urðunarstaður og athafnalóðir á Búðaröxl“, dagsett 04. janúar 2013 verði auglýst aftur samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða skipulagsuppdrátt og greinargerð ásamt umhverfisskýrslu. Áður tekið fyrir og samþykkt 23. maí 2012. Tillit verði tekið til athugasemda HAUST við umhverfisskýrsluna.

 

Samþykkt samhljóða.

 

3.      mál: Skráning á skipulagi og framkvæmdaleyfi efnisnáma – Bréf Vopnafjarðarhrepps, dags. 12. desember 2012, meðfylgjandi því bréf Vegagerðar, dags. 14. nóvember s. á., er varðar skráningu og framkvæmdaleyfi efnisnáma í Vopnafirði. Meðfylgjandi er uppdráttur er sýnir skráðar námur og spurningalisti varðandi þær. Tekið fyrir á fundi hreppsnefndar 13. desember sl. Óskað er yfirferðar og afgreiðslu nefndarinnar.

 

Starfsmaður gerði grein fyrir málinu. Allar námur voru skráðar fyrir nokkrum árum, einkum þær er varða Vesturárdalsveginn, vegna þeirra framkvæmda. Málið verður unnið áfram í samvinnu við skipulagshönnuð og starfsfólk hans.

 

Skipulags- og bygginganefnd felur starfsmanni byggingafulltrúa að svara erindinu.

 

4.      mál: Bílar & vélar ehf. – Heimild til breytinga á Hafnarbyggð 1. Bílar & vélar ehf. sækir um lítilsháttar breytingu á húseign sinni að Hafnarbyggð 1, skv. bréfi dag. 07. nóvember 2012 og skissmynd.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða. Bent er á að ef um breytta starfsemi er um að ræða þarf að sækja um það sérstaklega.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir