Fundargerð bygginganefndar 10. apríl 2013

11.04 2013 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

10. apríl 2013, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætti til fundar: Hrund Snorradóttir, Baldur Kjartansson, Jóhann L. Einarsson, Baldur H. Friðriksson, Ingólfur B. Arason, Hilmar Jósefsson og Þráinn Hjálmarsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 21. janúar sl. lögð fram.

 

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: Deiliskipulag athafna- og urðunarsvæðis – Tillaga að deiliskipulagi athafna- og urðunarsvæðis á Búðaröxl var auglýst að nýju á tímabilinu 30.01.-14.03 sl. skv. skipulagslögum. Lagt fram til samþykktar en var áður til umfjöllunar á fundi þann 21.01. sl. þar sem lagt var til að deiliskipulagið yrði auglýst að nýju.

 

Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vopnafjörður.is Skipulagsgögn voru til sýnis á skrifstofu og heimasíðu Vopnafjarðarhrepps á auglýstum athugasemdartíma. Engar athugasemdir bárust.

 

Skipulags- og bygginganefnd leggur til við hreppsnefnd að deiliskipulagið verði samþykkt og sveitarstjóra falið að annast gildistöku þess. Samþykkt samhljóða.

 

3.      mál: Fjarskiptahús á Rjúpnafelli – Umsókn um heimild til að staðsetja 2,2 x 2,2 m hús á Rjúpnafelli á vegum Neyðarlínunnar, 112, og varðar neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi Tetra. Verkefnið er unnið í samvinnu við Vodafone og Símann. Vísað til meðfylgjandi gagna. Samþykki landeigenda liggur fyrir. Lagt fram til samþykktar.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða. Nefndin leggur áherslu á að þess verði gætt að frágangur jarðvegs verði eins vandaður og við verður komið.

 

4.      mál: Áhugahópur um litaboltavöll – Áhugahópur um litaboltavöll sækir um heimild til að staðsetja einn slíkan í landi Torfastaða, sbr. erindi hér að lútandi og ljósmyndir af vettvangi. Um er að ræða endurnýjað erindi fyrir litaboltavöll á nýjum stað í landi Torfastaða, sbr. fund skipulags- og bygginganefndar 13.06.2012.

 

Skipuags- og bygginganefnd samþykkir erindið. Leggur nefndin áherslu á að umgengni sé til fyrirmyndar og gengið verði frá fyrri stað. Starfsmaður sveitarfélagsins fylgi málinu eftir.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45.

 




Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir