Fundagerð bygginganefndar 17. maí 2013

22.05 2013 - Miðvikudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

17. maí 2013, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Þráinn Hjálmarsson, Ingólfur B. Arason, Ari G. Hallgrímsson, Björgvin A. Hreinsson og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 10. apríl sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

2.      mál: Félagsbúið Engihlíð – Eigendur Engihlíðarbúsins sækja um framkvæmdaleyfi fyrir 420 m2 fjósbyggingu, viðbyggingu við núverandi byggingar búsins. Meðfylgjandi er afstöðu- og yfirlitsmynd, dags. 13.04.2013 – bygginganefndarteikningar innlagðar síðar.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

3.      mál: Vallholt 4 – Sótt er um endurnýjaða heimild til rekstrar verkstæðis í bílskúr við Vallholt 4, dags. 13. maí 2013.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

4.      mál: Nýtt sumarhús í Hofslandi– Hreinn Björgvinsson og Linda Eymundsdóttir sækja um heimild til að reisa sumarhús í Hofsborgartungu þar sem þau hafa haft hjólhýsi um árabil. Meðfylgjandi eru uppdrættir er málið varðar, bygginganefndarteikningar og sérteikningar, dags. 18.04.13.

 

Björgvin Agnar yfirgaf fund undir þessum lið.

 

Málinu frestað uns landeigandi, Kirkjumálasjóður, hefur tekið það fyrir og afgreitt. Samþykkt samhljóða.

 

5.      mál: Skuldarhalli 1 – Eigendur Skuldarhalla 1, Hafþór og Heiðbjört, óska endurskoðunar á síðustu tillögu um endanlegan frágang Hafnarbyggðar m. t. t. aðkomu að húsi þeirra þar sem rekin eru tvö fyrirtæki – erindi dags. 06. maí 2013.

 

Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að það verði sent skipulagshönnuði og að fengnum tillögum hans tekið fyrir að nýju. Samþykkt samhljóða.

 

6.      mál: Vallholt 9 – Ólafur B. Valgeirsson, eigandi Vallholts 9, óskar eftir að koma fyrir á lóð sinni öðru smáhýsi, sbr. framlagða uppdrætti. Þörf er fyrir frekara geymslupláss en svo sem greina má á grunnmynd íbúðarhúss er geymslurými í húsinu því sem næst ekkert. Áður samþykkt annað smáhýsi, sem gengið var vel frá.

 

Skipulags- og bygginganefnd: „Skv. Byggingareglugerð nr. 112/2012, gr. 2.3.5.g er smáhýsi af þeirri tegund sem hér er sótt um byggingaleyfi fyrir undanþegið byggingarleyfisskyldu. Erindinu er vísað til byggingafulltrúa sem sér um að framkvæmdaaðili fari eftir þeim reglum sem settar eru fram í reglugerðinni varðandi fjarlægð milli smáhýsa, lagna o.þ.h.“ Samþykkt með 5 atkvæðum, einn sat hjá.

 

7.      mál: Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar – Berghildur Fanney Hauksdóttir, f. h. Ferðamálasamtök Vopnafjarðar, sækir um heimild fyrir uppsetningu skilta viðvíkjandi sögutengda gönguleiðir um þéttbýli Vopnafjarðar í erindi dags. 18. mars 2013. Meðfylgjandi er kort og samþykki lóðarhafa.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

8.      mál: Vopnafjarðarhreppur – Óskað er heimildar til að reisa tækjaklefa við Selárlaug, sbr. meðfylgjandi erindi sveitarstjóra, dags. 14.05.2013, og uppdrætti hér að lútandi.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir