Fundargerð bygginganefndar 18. júní 2013

19.06 2013 - Miðvikudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

18. júní 2013, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Ingólfur B. Arason, Þráinn Hjálmarsson, Ari G. Hallgrímsson og Björgvin Hreinsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar leitaði formaður heimildar að taka fyrir erindi Vodafone, varðandi hækkun á mastri á Andrésarkletti, sem 7. mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 17. maí sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: Félagsbúið Engihlíð – Eigendur Engihlíðarbúsins sækja um byggingaleyfi fyrir 420 m2 fjósbyggingu, viðbyggingu við núverandi byggingar búsins. Meðfylgjandi eru bygginganefndarteikningar Ívars Ragnarssonar, dags. 24.05.2013.

 

Erindið samþykkt samhljóða af skipulags- og bygginganefnd.

 

3.      mál: Mælifell ehf. – Sótt er um byggingarheimild fyrir raðhús á lóð Hafnarbyggðar 57, skv. framlögðum uppdráttum sem Bent Larsen Fróðason hefur unnið.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða með möguleika á bílskúrum enda sé hægt að koma þeim fyrir með hliðsjón af lögnum Rarik.

 

4.      mál: Hafnarbyggð 7 – Eigendur Hafnarbyggðar 7 æskja heimildar til breytinga á húseigninni skv. uppdráttum Þorleifs Eggertssonar, ark. FAÍ, dags. 28.05.2013.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

5.      mál: Ásbrandsstaðir – Eigendur Ásbrandsstaða óska heimildar til að stækka núverandi íbúðagám, skv. uppdráttum Þorleifs Eggertssonar, ark. FAÍ. Ennfremur að staðsetja annað hús, samansett af tveimur íbúðagámum, í nálægð við núverandi íbúðagám.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

6.      mál: Hofsland – Sumarbústaðamál og varða Vopnfirðinga sögu – til kynningar.

 

Magnús Már gerði grein fyrir málunum – þar sem varðan er samþykkt af hendi Kirkjumálasjóðs. Fram fór umræða um málið.

 

7.      mál: Vodafone – Erindi Gausts Þorsteinssonar, f. h. Vodafone, dags. 18.06.2013, um heimild til að hækka mastur fyrirtækisins á Andrésarkletti m. t. t. bættra fjarskipta.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða. Athuga þarf hvort framkvæmdin hafi áhrif á flugumferð.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12.55

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir