Fundargerð bygginganefndar 28. ágúst 2013

28.08 2013 - Miðvikudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

28. ágúst 2013, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Ari G. Hallgrímsson, Baldur Kjartansson, Jóhann L. Einarsson og Björgvin Hreinsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar leitaði formaður heimildar að taka fyrir erindi eigenda Ferðaþjónustunnar á Síreksstöðum, er varðar viðbyggingu við núverandi gistiaðstöðu á Síreksstöðum, sem 4. mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 18. júní sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.      mál: Fagrihjalli, lóð milli no. 9 og 11 – Eigendur Fagrahjalla no. 9 óska eftir að fá úthlutaða lóðina á milli Fagrahjalla 9 og 11. Ekki er um eiginlega byggingalóð að ræða en áður lá göngustígur í gegnum lóðina, svo sem segir í bréfi Þorgerðar Jósepsdóttur, dags. 09. ágúst 2013.

 

Skipulags- og bygginganefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að á umbeðnum stað eru almenningsbílastæði og holræsalögn í jörðu. Málið tekið fyrir að nýju þar sem reynt verður að finna ásættanlega lausn.

Samþykkt með 4 atkv., einn sat hjá, einn á móti

 

3.      mál: Skotsvæði í landi Skóga II– Sigurður Sveinsson æskir umsagnar skipulags- og bygginganefndar varðandi breytta landnotkun í landi Skóga II þar sem fyrirhugað er að koma upp aðstöðu fyrir riffilskotfimi og leirdúfu með haglabyssum. Með jákvæðri umsögn nefndarinnar verður reist aðstöðuhús / skothús, 20 m2 að stærð, sbr. hjálagt bréf dags. 24. júní 2013.

 

Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti enda verði að lögum farið.

Samþykkt samhljóða.

 

4.      mál: Ferðaþjónustan Síreksstöðum – Eigendur Ferðaþjónustunnar Síreksstöðum óska heimildar til að bæta við núverandi húsakost viðbyggingu er hýsa skal veitingasal og eldhús, sbr. erindi dags. 27. ágúst 2013 og uppdrætti Magnúsar H. Ólafssonar, ark. FAÍ., dags. 26. ágúst 2013.

 

 Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:05

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir