Fundargerð bygginganefndar 13. janúar 2014

14.01 2014 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

13. janúar 2014, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

 

Mætt til fundar: Hilmar Jósefsson, Jóhann L. Einarsson, Baldur Kjartansson, Baldur H. Friðikssson, Ingólfur B. Arason, Þráinn Hjálmarsson og Hrund Snorradóttir.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

 

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 28. ágúst sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt samhljóða.

 

2.      mál: HB Grandi hf. – HB Grandi hf. sækir um heimild til að stækka núverandi spennurými sem og heimild fyrir nýjum sjókæliturni verksmiðju ásamt minniháttar verkum tengdum framkvæmdunum skv. umsókn hér að lútandi. Meðfylgjandi er skráningartafla.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

3.      mál: Kolbeinsgata 14 – Fasteignir ríkissjóðs óska heimildar til endurbóta á húseigninni með viðbótareinangrun og álklæðningu í stað núverandi steníklæðningar. Bílgeymsla verður ennfremur endurbætt með sama hætti. Meðfylgjandi er skráningartafla.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

4.      mál: Kolbeinsgata 55, Eygló Sigurbjörnsdóttir – Óskað er heimildar til að setja svalaskýli á svalir íbúðar í blokkinni við Kolbeinsgötu 55. Svipmót húss breytist lítið en ekki er reiknað með að klæða rýmið af en loka götum svalahandriðs við gólf með plexígleri.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða framkvæmdina fyrir sitt leyti að því gefnu að 2/3 íbúa samþykki hana. Uppfylltar verði kröfur bruna- og byggingareglugerðar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:45

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir