Fundargerð ferlinefndar 29. janúar 2014

29.01 2014 - Miðvikudagur

Fundur ferlinefndar Vopnafjarðarhrepps 29. janúar 2014

í Kaupvangi kl. 12:00.

 

Mættir til fundar: Marie Therese Robin, Ingólfur Sveinsson og Hrund Snorradóttir er ritaði fundargerð.

 

1.       mál: Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð borin upp til samþykktar, engar athugasemdir voru gerðar og fundargerð því samþykkt samhljóða.

 

2.       Aðgengi að  tækjum íþróttahússins.

Í október 2003 var samþykkt i hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps að fara í framkvæmd við tækjaaðstöðu í íþróttahúsinu. Í kjölfarið ályktaði ferlinefnd á fundi sínum þann 10. desember 2003 um aðgengismál í íþróttahúsinu. Sú fundargerð ferlinefndar var tekin fyrir hjá hreppsnefnd 20. janúar 2004 og eftirfarandi er ritað í fundargerð þess fundar:

 

Fundargerð ferlinefndar frá 10. des. Sl. lögð fram. Nokkrar umræður urðu um fundargerðina og var samþykkt að reyna að taka mið að því að bæta aðgengi í íþróttahúsinu í samræmi við ábendingar sem fram koma í fundargerðinni og í samvinnu við væntanlega notendur hvað varðar tæki o.fl. Þegar er búið að gera hluta af verkinu.
Fundargerðin samþykkt með 7 atkv.

 

Ferlinefnd Vopnafjarðarhrepps 2014 ályktar að aðgengismál að tækjaaðstöðu í þróttahúsinu eru óásættanleg og hafa ekki tekið framförum í áratug. Jafnframt leggst ferlinefnd gegn frekari framkvæmdum við tækjaaðstöðu í íþróttahúsinu nema ef aðgengismál verði tekin í gegn að fullu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:28
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir