Fundargerð ferlinefndar

28.03 2011 - Mánudagur

Fundargerð ferlinefndar Vopnafjarðarhrepp  24. febrúar 2011

 

Ferlinefndarfurndur var haldinn fimmtudaginn 24. febrúar 2011 á skrifstofu sveitarstjóra Vopnafjarðarhepps, Hamrahlíð 15, kl. 11:00

Á fundinn voru mætt Marie Robin, Hrund Snorradóttir, Ingólfur Sveinsson, Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri og Þórunn Egilsdóttir oddviti. Fundargerð rituðu Þórunn Egilsdóttir (1.2. og 3. mál) og Hrund Snorradóttir (4. mál).

Dagskrá:

1.       mál: Kjörbréf lagt fram:

Sveitarstjóri  setti fund, lagði fram kjörbréf og bauð nefndarmenn velkomna til starfa.

 

2.       mál: Nefndin skiptir með sér verkum:

Formaður: Marie Robin

Varaformaður: Ingólfur Sveinsson

Ritari: Hrund Snorradóttir

 

3.       mál: Verkefni nefndarinnar:

Sveitarstjóri lagði fram samþykktir fyrir ferlinefnd, umræður voru um störf nefndarinnar. Fram kom hugmynd um að fulltrúi Félagsþjónustunnar fundi með nefndinni.

 

4.       mál: Önnur mál (Hrund)

Þorsteinn Steinsson og Þórunn Egilsdóttir viku af fundi. Nefndarmenn ræddu um verkefni nefndarinnar, hvaða þætti skyldi fyrst skoða og hvernig skuli snúa sér í tillögum til úrbóta. Ákveðið var að formaður boði til annars fundar í lok mars og þá verði komið með gögn sem hægt er að vinna út frá, m.a. kort af bænum og teikningar frá bygginganefnd af þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á þjónustustöðum á Vopnafirði til að hægt sé að koma með viðeigandi ábendingar, ef einhverjar eru, áður en framkvæmdir hefjast.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:05
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir