Fundargerð ferlinefndar 09. október 2013

09.10 2013 - Miðvikudagur

Fundargerð ferlinefndar 9. október 2013

Fundur ferlinefndar Vopnafjarðarhrepps 9. október 2013 í Kaupvangi kl. 12:00

Mætt til fundar: Marie Therese Robin, Ingólfur Sveinsson og Hrund Snorradóttir, er ritaði fundargerð. Einnig sat hluta fundarins Hilmar Jósefsson, verkstjóri áhaldahúss Vopnafjarðarhrepps.

1.    mál: Gerð gangstétta við Hafnarbyggð og við Jónsver: Rætt við verkstjóra áhaldahúss um framkvæmd við gerð gangstétta við Hafnarbyggð og við Jónsver. Hugað verði að aðgengi fyrir fatlaða við framkvæmdirnar og þess gætt að kantsteinar hindri ekki umferð. Hilmar útskýrði hvernig verkinu verður háttað.

2.    mál: Gangbrautir: Ferlinefnd hvetur Vopnafjarðarhrepp til að merkja gangbrautir í sveitarfélaginu bæði með afmörkun á vegum og með umferðarskiltum.

3.    mál: Bílastæði fyrir fatlaða við Heislugæslu HSA á Laxdalstúni: Ferlinefnd leggur til að merkið fyrir bílastæði fyrir fatlaða við heilsugæsluna verði fært nær skábrautinni upp að húsinu, og jafnframt verði bílastæði fyrir fatlaða afmarkað með málningu, eins nálægt skábrautinni og hægt er.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:43
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir