Fundargerð fræðslunefndar 07. september 2017

29.09 2017 - Föstudagur

Fundur  haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 7. sept. 2017 kl. 17:30 á skrifstofu sveitarstjóra. Mættir: Hafþór Róbertsson,  Fjóla Valsdóttir, Ingvar Eðvarðsson, Kristján Guðjónsson og sveitarstjóri Ólafur Áki Ragnarsson.

 

Sveitarstjóri setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Kristján Guðjónsson fyrsti varamaður tók sæti Fanneyjar sem er hætt i nefndinni.

 

1. mál

Kosning formanns nefndarinnar. Málum liktaði þannig að Hafþór var kosinn samhljóða. Ritari var síðan kosinn Fjóla Valsdóttir.

 

2. mál

Önnur mál.

Sveitarstjóri fór yfir hestu framkvæmdir, er heyrðu undir nefndina. Það kom fram í máli hans að skipt hefur verið um gólf í íþróttahúsi ásamt því að setja hurð á norður stafn hússins. Einnig hefur verið endurnýjað eitthvað af búnaði í húsinu. Unnið er í því að ljúka við leikskólalóðina og setja ný leiktæki við skólann. Einnig hafa gluggar og hurðir verið málaðar ásam því að bera á húsið. Áætlar hann að verkinu verði lokið um miðjan októbermánuð.

Ákveðið er að setja nýjar hraðahindranir og þrenginar við skólana í haust, umferð við skólana er mikil og nauðsynlegt að hægja á henni sem kostur er, umferðarhraði verður færður niður í 30.

Hann greindi einnig frá því að starfið við félagsmiðstöðina var aukið upp í 40% starf.

Sveitarfélagið hefur tekið í notkun nýtt viðhaldsbókhald /frá Hrannari ehf). Vinna við það hefur tekið nokkuð lengri tíma en ætlað var í upphafi en á næstu misserum verður unnið við það að koma því í gagnið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir