Fundargerð fræðslunefndar 26. september 2017

13.10 2017 - Föstudagur

Fundur haldinn í fræðslunefnd þriðjudaginn 26. september 2017, kl. 11:50 í Vopnafjarðarskóla.

Mættir: Hafþór Róbertsson, Fjóla Dögg Valsdóttir, Kristján Eggert Guðjónsson og Ingvar Björgvin Eðvarðsson.

Einnig kom á fundinn Margrét Gunnarsdóttir, Stephen Yates, Aðalbjörn Björnsson og Svava Birna Stefánsdóttir

 

1.mál

Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt samhljóða.

2. mál

Málefni bókasafnsins.

Margrét mætir og fer yfir stöðu bókasafnsins. Árskortið er 2,500 kr og telur Margrét ekki ástæðu til að hækka það í bili. Aðsóknin á bókasafninu er heldur minni en árið á undan. Áætluð fjárþörf fyrir bókasafnið er í kringum 1200 þús.

Bókahillur og bókakassi eru væntanlegt.

Afleysing fyrir bókasafnsvörðinn hefur verið leyst í góðri samvinnu við skólastjóra.

3.mál

Málefni Tónlistarskólans.

Stephen mætir og segir frá stöðu mála í tónslitaskólanum.

Það eru skráðir 13 nemendur hjá Stephen sem er fækkun frá síðasta ári og 23 nemendur hjá Baldvin. Það er fækkun sérstaklega hjá eldri nemendum sem stunda tónlistarnám og er t.d. enginn nemandi úr 9. Og 10. Bekk. Stefnt er á að vera með barnakór eins og undanfarin ár og vonast Stephen til að samvinna verði góð við Einherja til að fá 30 mín einu sinni í viku fyrir æfingar kórsins. Baldvin er byrjaður að kenna á Trompet og Saxafón einnig var keypt básúna.

4.mál

Starfsmannamál-kennslufyrirkomulag og kennslustundafjöldi Vopnafjarðarskóla 2017-2018

Aðalbjörn mætir og fór yfir málið. Breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans. Silvía fór í ársleyfi og var auglýst eftir kennara en það voru lítil viðbrögð. Berglind Ósk var ráðin í 58 % kennslu og Berglind Wiium í 100 % kennslu. Stöðugildi alls í skólanum eru 20,55 og eru 25 starfsmenn.  Í vetur starfa 3 stuðningsfulltrúar í 85 % stöðum og 4 skólaliðar eins og er en þörf væri fyrir 5 skólaliðum. Fjöldi nemenda í sveitinni hefur aukist og eru alls 16 börn í skólaakstri. Alls eru 87 börn skráð í Vopnafjarðarskóla. Sundkennsla gekk vel síðasta vor og er skóastjóri að vinna í að finna lausn á sundkennslu á komandi vetri. Í fyrra var gerð skýrsla fyrir kennara hvað betur mætti fara. Eitt af því sem kom skýrt fram að brýnt væri að fá tölvur í hverja kennslustofu sem tengd væri við skjávarpa því það myndi auðvelda vinnu og er nútíma krafa. Þetta er komið í eina kennslustofu.

Umræður urðu um smíðastofuna og hvernig heppilegast væri að skipta henni upp og gera myndlistarstofu öðru meginn.

5.mál

Drög að reglum um skólaakstur í Vopnafjarðarhreppi og drög að reglum um akstur leikskólabarna í Vopnafjarðarhreppi.

Nefndarmenn eru sammála um að þurfi að vera skýrar reglur um skólaakstur en setjum fyrirvara á um skólaakstur leikskólabarna sem þarf að skoðast mjög vel frá öllum hliðum.

6.mál

Önnur mál.

Ábending kom um að bílastæði við íþróttahús séu oft notuð fyrir fyrirtækjabíla sem eru geymdir þar og skyggja á fyrir akandi vegfarendur.

 

 

Fleira ekki gert og þakkar formaður fundarmönnum fyrir og slítur fundi kl 13:30

 

Fjóla Dögg Valsdóttir.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir