Fundagerð fræðslunefndar 11. október 2017

27.10 2017 - Föstudagur

Fundur haldinn í fræðslunefnd miðvikudaginn 11. október 2017 kl 11:30 í leikskólanum Brekkubæ.

Mættir: Hafþór Róbertsson, Fjóla Dögg Valsdóttir, Ingvar Björgvin Eðvarðson og Einar Björn Kristbergsson.

Einnig kom á fundinn Sandra Konráðsdóttir.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og sérstaklega nýjann nefndarmann velkomin til starfa með nefndinni og setti fund.

 

1.mál

Fundargerð síðasta fundar borinn upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 

2.mál

Málefni leikskólans Brekkubæjar.

 

Umræður voru um akstur leikskólabarna og fór leikskólastjóri yfir drög af reglum um akstur leikskólabarna í Vopnafjarðarhreppi. Vorum við sammála því að við hefðum öll miklar efasemdir varðandi það að bjóða uppá akstur leikskólabarna.

 

Lóðarmál ganga frekar hægt en vonast leikskólastjóri til að kraftur verði settur í að klára það sem hægt er fyrir veturinn.

 

Það stefnir í töluverða fjölgun á börnum í leikskólanum á næsta ári svo það þarf að bæta við starfsfólki.

 

Leikskólastjóri fer yfir ályktun frá samráðsfundi félags stjórnenda leikskóla en þar vill samráðsnefnd FSL koma á framfæri áhyggjum sínum um stöðu barna í leikskólum landsins.

Hér hjá okkur er rými nægt en leikskólastjóri segir að það sé aukinn viðverutími barna og einnig finnur hún fyrir að kvíði og einbeitningaskortur hafi aukist.

 

Læsisstefnan er tilbúin og er hún á heimasíðu leikskólans.

 

Skóladagatalið. Það eru 4 starfsdagar en þörf er á 5 dögum. Á flestum öðrum stöðum eru 5-6 starfsdagar. Fræðslunefnd er sammála og leggur til að starfsdagar verði 5 dagar í stað 4 dagar.

 

Leikskólastjóri kynnir fyrir nefndarmönnum Lubbi finnur málbein og er það hugsað til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Allt starfsfólk fór á námskeið tengt Lubbi finnur málbein og tvær fóru á námskeið hjá barnaheill um vináttu sem er forvarnaverkefni gegn einelti í leikskóla og fyrstu bekki grunnskóla.

 

Námsferð hjá starfsfólki verður til Berlínar 8-13 maí.

 

Leikskólastjóri lísti yfir ánægju sinni yfir hvað vel var mætt á síðasta foreldrafund.

 

Fleira ekki rætt og þakkar formaður fundarmönnum fyrir og slítur fundi kl 12:30

 

Fjóla Dögg Valsdóttir
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir