Fundargerð fræðslunefndar 25. janúar 2018

19.02 2018 - Mánudagur

Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 25 janúar 2018 kl 11:50 í Vopnafjarðarskóla.

 

Mættir: Hafþór Róbertsson, Ingvar Björgvin Eðvarðsson, Einar Björn Kristbergsson, Kristján Eggert Guðjónsson og Fjóla Dögg Valsdóttir

Einnig kom á fundinn Aðalbjörn Björnsson og Svava Birna Stefánsdóttir.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

1 mál

 

Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

2 mál

 

Beiðni frá Svani Arthúrssyni vegna merkingar á skólabifreið.

Samþykkt með 4 atkvæðum að fræðslunefnd mæli með undnaþágu  frá reglugerð um merkingu skólabifreiðar en förum fram á að Svanur Arthúrsson merki skólabifreiðna eins og aðrir skólabílar þ.e  með merki ofan á toppnum.

Kristján Eggert Guðjónsson greiðir atkvæði gegn þessu og gerir kröfu á að allir skólabílar verði merktir samkvæmt reglugerð.

 

Umræður urðu um það hvort ekki væri ástæða til þess að setja upp merkingar/skilti við skólann þar sem skólabifreiðar stoppa og beinum við því til sveitarstjórnar að taka málið til athugunnar.

 

3 mál

 

Bréf frá Else um stofnun samráðshóp og óskar eftir fulltrúa frá fræðslunefnd.

Kristján Eggert Guðjónsson kjörin fulltrúi fyrir fræðslunefnd

Samþykkt samhljóða.

 

4 mál

 

Málefni Vopnafjarðarskóla

Aðalbjörn byrjar á að fara yfir skóladagatalið en færa þurfti foreldradaginn um viku vegna leiklistarnámskeiðs sem Jóel Sæmundsson leikari er með í viku fyrir alla bekki grunnskólans og kemur hann svo aftur til aðstoða fyrir árshátíð.

Nefndarmenn lýstu yfir ánægju sinni með þetta og er þetta góð sjálfstyrking fyrir nemendur.

 

Aðalbjörn fer yfir fjárhagsáætlun en ekki fékkst nægt fjármagn á þessu ári í endurbætur á smíðastofu og frestast því fram á næsta ár.

Nauðsynlegt er að fara að huga að endurbótum á skólalóð og sparkvelli en er malbik og gervigras orðið mjög illa farið. Fræðslunefnd er sammála þvi að það verði að fara huga að þessu og jafnvel endurhanna allt svæðið til framtíðar og viljum við að þetta verði skoðað sem fyrst.

Húsgögn fyrir nemendur eru í góðu lagi en komin tími á að endurnýja húsgögn í fundarherbergi og fyrir starfsfólk.

Komnar eru tölvur og skjávarpar í allar stofur á efri hæð og skjávarpar í stofur á neðri hæð.

Umræður urðu um að sameina tvær litlar kennslustofur á efri hæð sem nýtast illa vegna hversu litlar þær eru og er skólastjóri að skoða það mál.

 

Starfsmannamál og forföll

Aðalbjörn greinir frá því að töluverð veikindi séu hjá starfsfólki.

Mikið álag er búið að vera á kennara en þeir hafa verið að taka inn og vinna eftir Mentor sem er töluverð viðbótarvinna.

Jón Orri Ólafsson hefur verið ráðin í stuðningskennslu og forfallakennslu.

Sigurbjörg Halldórsdóttir var ráðin skólaliði en Monserrat Arlette og Nína Halldórsdóttir Wade hættu um áramót.

Starfsmannaviðtöl verða á næstunni.

 

Aðalbjörn er að vinna í og skipuleggja sundkennsluna sem verður þegar nær dregur vori.

 

Hafþór kemur með tillögu að verði settur upp grænmetisbar til að auka hollustu og heilsu og eru allir sammála um það og mælir fræðslunefnd með að það verði skoðað sem fyrst.

 

Fleira ekki gert og fundið slitið kl 13:10

Fjóla Dögg Valsdóttir
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir