Fundargerð fræðslunefndar 20. mars 2018

02.05 2018 - Miðvikudagur

Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 20 mars 2018 kl 11:50 í Vopnafjarðarskóla.

 

Mættir: Hafþór Róbertsson, Einar Björn Kristbergsson, Kristján Eggert Guðjónsson og Fjóla Dögg Valsdóttir. Einnig kom á fundinn Sandra Konráðsdóttir, Hafrún Róbertsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Stephen Yates og Aðalbjörn Björnsson.

 

1 mál Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

2 mál Fundargerð síðasta fundar borinn upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 

3 mál Sandra og Hafrún mæta og fara yfir málefni leikskólans.

Sandra byrjar á að fara yfir bréf frá skólastjórnendum leikskóla á Austurlandi sem fylgir hér með og varðar starfsumhverfi og kjör leikskólakennara í leikskólum á Austurlandi. Það er margt hjá okkur sem er í góðum farveg og segir Sandra að hún sé heppinn með að hafa gott starfsfólk en margir leikskólar glíma við skort á leikskólakennurum. Það sem helst vantar upp á er að það er enginn undirbúningur í upphafi skólaárs til undirbúnings því að koma húsnæðinu í lag eftir sumarlokun og undirbúa að taka á móti börnum og öðru slíku. Nefndarmenn eru sammála því að þetta verði skoðað og hvort ekki megi bæta úr svo allt sé tilbúið þegar börnin mæta aftur eftir sumarfrí. Einnig greinir Sandra frá því að vanti tíma til að hafa deildarfundi eins og nauðsynlegt er. Sandra og Hafrún eru sammála því að þær eru farnar að sjá meiri kvíða og streitu hjá börnum en mörg börn eru með langa viðveru í leikskólanum.

11börn bætast við á árinu og 7 börn fara í grunnskóla í haust.

Það var haldinn pólsk kynning á leikskólanum sem foreldrar pólskra barna sáu um og heppnaðist hún einstaklega vel.

15 ágúst á lóðin að vera fullfrágenginn.

Á næstunni verður námskeið fyrir starfsfólk leikskólanns um jákvæð samskipti á vinnustað sem Hulda Jóhannsdóttir sér um.

8 maí verður starfsferð til Berlínar þar verður t.d farið á núvitundarnámskeið og leikskólar skoðaðir í Berlín.

 

4 mál Stephen Yates mætir á fundinn og fer yfir stöðu tónlistarskólans.

Hann greinir frá því að áhugi barna að læra á hljóðfæri hafi dofnað undafarið og vill hann meina að börnin séu í svo mörgu að þau gefi sér ekki tíma til að vera í tónlistarskóla. Það var t.d hætt við að taka þátt í nótunni því nokkrir nemendur hættu í tónlistarnáminu eftir áramót. 11 nemendur eru hjá Stephen en 23 nemendur hjá Baldvin. Einn nemandi er komin á miðstig. Hljóðfæra staðan er mjög góð  og nóg til af öllum hljóðfærum og allt gengur vel.

 

5 mál Margrét mætir á fundinn og fer yfir stöðuna á bókasafninu.

Nýjar hillur eru komnar og eru þær væntanlegar upp. Margrét segir að notkunin á bókasafninu sé nokkuð góð þótt megi alltaf reyna bæta hana. Einar Björn kemur með tillögu um hvort megi ekki auglýsa bókasafnið betur eða reyna koma á einhverskonar lestrar átaki hjá fullorðnum og tekur Margrét vel í það og eru allir sammála að það verði skoðað næsta haust.

 

6 mál Aðalbjörn mætir á fundinn og fer yfir stöðuna í grunnskólanum.

Hann upplýsir nefndarmenn um að nú sé verið að herða reglur í sambandi persónuverndarmál og sé töluverð vinna framundan í því.

Enþá eru mjög mikil forföll hjá starfsfólki en vonast Aðalbjörn til að það lagist eftir páska.

Sundkennsla byrjar eftir páska og mun Jón Orri sjá um hana.

Að öllu óbreyttu þá mun börnunum fækka í grunnskólanum næsta vetur þar sem koma færri inn en fara .

Umræður urðu um mötuneytismál og sameiningu á mötuneytum sveitarfélagsins en nefndarmenn spurðu Aðalbjörn út í þau mál og upplýsti hann um stöðuna eins og hún er.

Eftir miklar umræður eru nefndarmenn sammála því að þetta verði að skoðast vel og hvort einhver hagræðing sé eða sparnaður af slíkri sameiningu en þar sem við erum með gott mötuneyti í grunnskólanum sem ríkir almenn ánægja með og er unnið eftir ráðleggingum frá lýðheilsustöð. Mötuneytið í skólanum hefur gengið vel og taka börnin þátt í að skipuleggja heilsusamlegan matseðill sem eykur gleði barnanna.

 

Ekki fleira gert og þakkar formaður fundarmönnum fyrir og slítur fundi kl 13:30

 

Fjóla Dögg Valsdóttir

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir