Fundargerð fræðslunefndar 24.maí 2018

21.06 2018 - Fimmtudagur

Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 24. Maí 2018 kl 11:50 í Vopnafjarðarskóla.

Mættir: Hafþór Róbertsson, Ingvar Björgvin Eðvarsson, Einar Björn Kristbergsson og Fjóla Dögg Valsdóttir.

Einnig komu á fundinn Aðalbjörn Björnsson og Svava Birna Stefánsdóttir.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

1 mál

Fundargerð síðasta fundar borinn upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

 

2 mál

Skóladagatal 2018-2019, starfsmannamál og fleira.

Aðalbjörn fer yfir stöðuna sem framundan er og byrjar á að kynna skóladagatal 2018-2019 fyrir nefndarmönnum. 1 desember þá verða 100 ár síðan íslendingar fögnuðu fullveldi og í tilefni þess verður gert ráð fyrir einhverskonar afmælishátíð í skólanum.

Starfsmannamál.

Einhverjar breytingar verða á kennaraliði skólans en Silvía hefur sagt upp störfum og Unnur verður í fæðingarorlofi. Arnar Ingólfsson verður ráðinn í fulla kennslu. 3 stöður skólaliða eru lausar en er Aðalbjörn búinn að fá eina umsókn og vonast eftir fleirum til að geta mannað allar stöður.

Eins og staðan er í dag þá fækkar börnunum í grunnskólanum á komandi árum en sú breyting er að fleiri börn eru að koma inn í skólann með báða foreldra erlenda og þurfa þessi börn meiri og öðruvísi kennslu.

Aðalbjörn hefur unnið skýrslu og skilað inn um Ytra mat skólans en mikil vinna liggur í henni, flest hefur verið bætt sem var gerð athugasemd við nema Smíðastofan er en á bið eftir fjármagni.

Fræðslunefnd er sammála því að mikil þörf er á því að fara koma upp myndmenntastofu og raungreinastofu svo börnin okkar fái alla þá menntun sem best verður á kosið til að verða betur undir framhaldskólanna búinn og viljum við beina því til næstu sveitarstjórnar og fræðslunefndar að vinna áfram í því þetta verði að veruleika.

 

3 mál

Önnur mál

Umræður urðu um störf fræðslunefndar og voru nefndarmenn sammála því að nefndir sveitarfélagsins yrðu virkari ef sveitarstjórn væri duglegri að vísa málum til nefnda. Einnig finnst okkur fræðslunefnd vera í litlu sambandi við sveitarstjóra en mætti bæta úr því.

 

Fleira ekki rætt og slítur formaður fundi kl 13:05

 

Fræðslunefnd Þakkar fyrir samstarfið síðastliðin fjögur ár.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir