Fundargerð fræðslunefndar 27. september 2018

02.12 2018 - Sunnudagur

Fræðslunefnd, 27. september 2018 kl. 11.50 í Vopnafjarðarskóla.

 

Mætt eru: Berglind W. Árnad., Einar Björn, Freyja Sif Wiium, Hrönn Halldórsd., Kristjana L. Friðbjarnard. Aðalbjörn og Svava Birna mættu fyrir grunnskólann og Sandra og Hafrún fyrir leikskólann.

 

1.mál  Aðalbjörn fór yfir málefni skólans og afhenti skóladagatal 2018-2019. Fram kom í máli hans að nemendum hafi fækkað frá síðasta skólaári og eru þeir nú 79. Stöður alls í skólanum eru 25 og stöðugildi 19,6. Skóladagar þetta skólaárið eru skilgreindir 180. Kennarar munu vinna af sér einn dag, laugardaginn 1. desember og verður því skertur dagur seinna í desember á móti. Mikil vinna hefur farið í að fella nýju persónuverndarlögin inn í skólastarf og umhverfi skólans.

 

2.mál  1. desember Fullveldisdagurinn. Haldið verður upp á 100 ára afmæli Fullveldis Íslands í grunnskólanum laugardaginn 1. desember, dagskráin er í vinnslu hjá starfsfólki skólans. Leikskólinn mun einnig taka þátt á sinn hátt, dagskrá er einnig í vinnslu þar.

 

3.mál  Fræðslunefnd barst bréf frá Trappa fræðsluráðgjöf sem býður uppá almenna ráðgjöf fyrir skóla. Nefndin telur ekki þörf fyrir það þar sem gott samstarf er við aðrar stofnanir með sömu þjónustu.

 

4.mál  Sandra fór yfir málefni leikskólans. Í haust eru 9,2 stöðugildi og 13 starfsmenn. Fram kom að börnum hafi fjölgað frá því í fyrra. Foreldrafundur hefur verið haldinn vegna nýju persónuverndarlaganna. Lóð leikskólans er ókláruð og leggur leikskólastjóri áherslu á að hún verði kláruð sem fyrst. Yngri barna svæði er ábótavant og starfsmenn telja það hreinlega hættulegt. Sandra og Hafrún ítreka vilja þeirra til að samnýta leikskólalóð að hluta með yngri nemendum grunnskólans. Sumarlokun leikskólans verður með sama sniði og undanfarin ár. Tillögur verða settar fram um tímasetningu lokunnar, 5 vikur, 3 ár fram í tímann. Umræður um jólaopnum milli  jóla-og nýárs, reynsla síðustu ára sýnir að lítil aðsókn er á þessum tíma, nefndarmenn þó sammála um það að þessi þjónusta skuli vera til staðar ef einhverjir þurfi á henni að halda.. Ánægja er með Austurlandslíkan, hefur reynst vel, skilvirk vinna. Einnig er hafin innleiðing á Tákn með tali. Kaup á sérstökum hjólahjálmum eru í vinnslu.

 

5.önnur mál

Fundi slitið kl. 14
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir