Fundargerð fræðslunefndar 27.júní 2019

29.10 2019 - Þriðjudagur

Fræðslufundur 27.6.2019


Mætt eru, Einar Björn Kristbergsson, Kristjana Louise, Berglind Wiium Árnadóttir,Hafdís Bára
Óskarsdóttir, Aðalbjörn Björnsson skólastjóri og Sandra Konráðsdóttir áheyrnarfulltrúi
foreldrafélags Vopnafjarðarskóla.

1. Málefni grunnskólans: Aðalbjörn kynnir fyrirhugaða breytingu skólahalds Vopnafjarðarskóla
næstkomandi haust (haust 2019).
Breytingin felst í því að skólinn hefst kl. 8:30 í stað 8:10. Nefndarmönnum líst vel á þessa breytingu.

Ástæða breytinga og annað fyrirkomulag

Í fyrsta lagi er seinkun mikilvæg fyrir sveitabörnin sem eiga mörg um langan veg að fara og þurfa að
vakna mjög snemma á morgnana.
Þá fellur seinkunin mjög vel að umræðu um svefntíma barna og sérstaklega unglinganna.
Boðið verður upp á hafragraut og morgunnestistíma fyrir kl. 8:30 í stað þess að þurfa að hafa aukahlé
eftir fyrsta tíma.

Skólinn opnar kl. 8:50 eins og verið hefur og gæsla yngri barna væri fyrir hendi fram að kennslu.
Með þessu gætu nemendur ýmist komið með foreldrum í skólann og/eða smá saman gætu
nemendur vanist því að koma sér sjálf sem er liður í að auka sjálfstæði nemenda.

Nestistími, notaleg stund, með lestri kennara, í bekk, á miðjum morgni, verði tekinn upp aftur.

Vinnutími kennara og annars starfsfólks breytist ekki en ætlunin er að vera með stutta fundi
einhverja morgna fram að kennslu.

Þessar breytingar hafa verið mjög vel íhugaðar og teljum við skólastjórnendur að þetta skili sér í
betra starfi.

Nefndarmönnum líst vel á þessa breytingu.

2. Sandra Konráðsdóttir fer yfir leikskóladagatal 2019-2020 og ræðir starfsmannamál þar sem
fram kemur að tveir nýir starfmenn koma inn í 100% stöðu vegna fjölgunar á börnum og
aukinnar eftirspurnar eftir lengri viðveru fyrir börn.

Fleira ekki tekið fyrir.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir