Fundargerð fræðslunefndar 5.desember 2019

16.12 2019 - Mánudagur

Fundargerð fræðslunefndar 5. desember 2019

Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 12:10
í Vopnafjarðarskóla.

Mætt voru Einar Björn Kristbergsson, Hjörtur Davíðsson, Dorota J. Burba, Sigurþóra
Hauksdóttir og Freyja Sif Bárðardóttir og Aðalbjörn Björnsson skólastjóri.
Fundargerð ritaði Einar Björn Kristbergsson.

1. Málefni grunnskólans
Aðalbjörn fór yfir skólanámsskrá og starfsáætlun Vopnafjarðarskóla sem
nefndarmenn höfðu áður fengið til yfirferðar og athugasemda og voru þær samþykktar
samhljóða. Aðalbjörn greindi nefndarmönnum frá því að n.k laugardag verður 90 ára
afmæli Einherja haldið í skólanum og munu nemendur koma að afmælinu með söng
og einnig aðstoða við undirbúning.
2. Reglur um námsstuðning starfsmanna Vopnafjarhrepps
Farið var yfir drög að reglunum og þær ræddar fram og til baka. Fræðslunefnd leggur
til að formaður nefndarinnar, skólastjórnendur leik- og grunnskóla ásamt
skrifstofustjóra hittist og fari yfir málin.
3. Önnur mál
Formaður greindi nefndarmönnum frá því að hann fundað ásamt leikskólastjóra með
sveitarstjóra og forstöðumanni áhaldahúss um stöðu mála varðandi framkvæmdir á lóð
leikskólans.

Fundi slitið kl. 13:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir