Fundargerð fræðslunefndar 17.12.19

10.01 2020 - Föstudagur

Fundargerð fræðslunefndar 17.12.2019

Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 17. desember 2019 kl. 12:10
í Vopnafjarðarskóla.

Mætt voru Einar Björn Kristbergsson, Símon Svavarsson, Dorota J. Burba, Sigurþóra Hauksdóttir, Freyja Sif Bárðardóttir og Stephen Yates skólastjóri tónlistarskólans.

Fundargerð ritaði Einar Björn Kristbergsson.

1. Málefni tónlistarskólans
Stephen fór yfir starfssemi tónlistarskólans almennt og þar kom m.a fram að nemendur á haustönn eru 39 sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Skólinn er vel settur varðandi hljóðfæri en kominn tími á að endurnýja tölvu og er það í vinnslu.
Hugmynd kom frá fræðslunefnd um það hvort ekki væri hægt að koma á foreldraviðtölum í tónlistarskólanum en þau hafa ekki tíðkast þar, vel var tekið í þetta og reynt verður að koma þeim á á næsta foreldradegi grunnskólans.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:40
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir