Fundargerð hafnarnefndar 04. nóvember 2014

28.11 2014 - Föstudagur

Fundur Hafnarstjórnar Vopnafjarðarhrepps var haldinn 4. nóvember. Kl: 08:00 í félagsheimilinu Miklagarði.

Á fundinn voru mætt: Ingólfur Arason, Þorgrímur Kjartansson, Erla Sveinsdóttir , Agnar Karl Árnason, Hrafnhildur Helgadóttir og Ólafur Áki Ragnarsson.


1.mál   Fundargerð síðasta fundar.
             Fundargerð samþykkt.


2.mál.  Drög að gjaldskrá Vopnafjarðarhafnar.
             Ákveðið að hækka gjaldskrána um 1,5% af vísitölu, nefndarmenn samþykkja þessa hækkun.


3.mál:  Framkvæmdir á vegum Vopnafjarðarhafnar 2015 – 2018.
Lagt fram kynningarblað vegna dýpkunar hafnarinnar, farið yfir málið og ákveðið að þegar öll gögn hafa skilað sér, verði þá haldinn fundur með forsvarsmönnum HB Granda um bestu tímasetninguna. Ákveðið að hafnarstjóri vinni meira í málinu.


Önnur mál:  
a).   Ákveðið að næsti fundur verði haldinn í aðstöðu hafnarvarðar á höfninni 2. Des næstkomandi. Ákveðið að hafnarvörður fari um svæðið og kynni fyrir nefndarmönnum og aðstæður skoðaðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir