Fundargerð hafnarnefndar 02. desember 2014

05.12 2014 - Föstudagur

Fundur  hafnarstjórnar Vopnafjarðarhrepps var haldinn 2. desember kl: 08:00 í hafnarvarðarhúsinu við Vopnafjarðarhöfn.


Á fundinn voru mætt: Ingólfur Arason, Agnar Karl Árnason, Þorgrímur Kjartansson, Erla Sveinsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Björgvin Agnar Hreinsson hafnarvörður og Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri.


Dagskrá:
1.mál:  Fundargerð síðasta fundar.
             Fundargerð samþykkt.


2.mál:  Málefni Kolbeinstangavita.
             Fram kom í máli sveitarstjóra að vitavörður til margra ára er hættur og var lögð fram sú tillaga að hafnarvörður verði vitavörður. Sú tillaga var samþykkt einróma.  Einnig kom fram að nauðsynlegt væri að huga að viðhaldi vitans og leitað yrði eftir hvort hægt væri að sækja styrki til þess verkefnis, einnig yrði gerð kostnaðaráætlun um viðhald, málið sett í ferli. Nefndarmenn voru sammála um að farið yrði í viðhald á vitanum.


3.mál:  Drög að fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2015.
              Farið yfir fjárhagsáætlun hafnarinnar . Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur fram eftirfarandi  bókun.
Bókun:  Nefndin óskar eftir skýrslu um höfnina frá Siglingamálastofnun.

Önnur mál:


a).   Byggðakvóti.
        Farið yfir málefni byggðakvóta og málin rædd.


b).   Hafnarvörður leggur fram bréf frá neyðarlínunni sem heimilar hafnarverði aðgengi að VH (AIS landsstöðvum).  Nefndin ákveður að samþykkja það þar sem hún telur að alltaf megi bæta öryggi skipa og eftirlit .


c).    Veðurathugunarstöð.
        Hafnarvörður búinn að ath. málið, ákveðið er að festa kaup a góðum búnaði,  hafnarvörður settur í málið.


d). Ákveðið að næsti fundur verði 6. Janúar 2015 í hafnarvarðarhúsinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir