Fundargerð hafnarnefndar 03. febrúar 2015

20.02 2015 - Föstudagur

Fundur hafnastjórnar Vopnafjarðarhrepps var haldinn 03, febrúar kl: 08:00 í hafnarvarðarhúsinu við Vopnafjarðarhöfn.


Á fundinn voru mætt :  Ingólfur Arason, Agnar Karl Árnason, Þorgrímur Kjartansson, Erla Sveinsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Björgvin Agnar Hreinsson hafnarvörður og Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri.

Dagskrá:


1.mál:    Fundargerð síðasta fundar.
               Fundargerð samþykkt.

2.mál:   Framkvæmdir í Vopnafjarðarhöfn 2015.
              Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar frá 12.des sl. Að leggja 100 milljónir í breikkun innsiglingarinnar í höfninni.  Einnig kom fram á fundi hafnarnefndar að það standi til að setja merkingar við höfnina, eru það þá frístandandi skilti sem sett verða upp.

3.mál:  Kosning formanns stjórnar hafnarnefndar.
Ingólfur Arason leggur fram bókun:
 Bókun:   Ingólfur Arason segir sig úr nefndinni og einnig sem formaður nefndarinnar af persónulegum ástæðum.
Kom upp sú tillaga að Hjörtur Davíðsson yrði næsti formaður og var það samþykkt samhljóða.

Önnur mál:
a).      Mánaðarskýrslur sem hafnarvörður gerir.
       Að nefndin fái aðgang að þeim  og með því geri sér grein fyrir starfssemi hafnarinnar.
b).    Viðhaldsáætlun fyrir 2015.
        Umræður urðu um málið og ákveðið að hafnarvörður geri áætlun.

c).    Veðurathugunarstöð við höfnina.
        Nefndin samþykkir að útbúið verði minnisblað um kostnað við veðurathugunarstöð og sveitastjórn verði í framhaldi kynnt málið.

d).    Kolbeinstangaviti.
Bókun:  Nefndin fer fram á að gerð verð kostnaðaráætlun og henni skilað ekki seinna en í maí 2015.

e).  Dagur með notendum hafnarinnar.
Bókun: Nefndin samþykkir að hafa fund og að hafnarstjóri skipuleggi hann.

Nefndin vill þakka Ingólfi Arasyni gott samstarf og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi.


Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir