Fundargerð hafnarnefndar 05. maí 2015

02.06 2015 - Þriðjudagur

Fundur Hafnarstjórnar Vopnafjarðarhrepps haldinn 5. maí 2015 kl. 08:00 á skrifstofu sveitarstjóra.

Á fundinn voru mætt: Hjörtur Davíðsson, Agnar Karl Árnason, Erla Sveinsdóttir, Þorgrímur Kjartansson, Hrafnhildur Helgadóttir og ólafur Áki Ragnarsson.

Dagskrá:

1.mál.   Hafnarframkvæmdir 2015.
Ólafur Áki kynnti nefndinni framkvæmdir og útskýrði einnig fjárframlög Vegagerðarinnar til verksins.  Nefndin leggur fram eftirfarandi bókun:

Bókun: Nefndin samþykkti að heimila hafnarstjóra að kynna notendum hafnarinnar fyrirhugaðar framkvæmdir við höfnina.

2. mál.  Viðhald hafnarmannvirkja fyrir árið 2015.
Ákveðið verður á fundi með hafnarverði og yfirmanni þjónustumiðstöðvar hvað þurfi að gera og í framhaldi af því listi gerður.

3.mál.  Fundur með notendum hafnarinnar.
Ákveðið að fundur verði haldinn með notendum hafnarinnar þegar framkvæmdaráætlun liggur fyrir.

4.mál.  Drög að samgönguáætlun 2015 – 2018.
Lagt fram til kynningar. Í gögnum sem lögð voru fram má sjá hlut ríkissjóðs í fyrirhuguðum framkvæmdum við innsiglinguna.

5.mál. Málefni Kolbeinstangavita.
Ólafur Áki kynnti umsókn um styrk úr uppbyggingarsjóði 2015.

6. mál.  Önnur mál.
Ýmis mál rædd og í framhaldi af því fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir