Fundargerð hafnarnefndar 07. júlí 2015

24.08 2015 - Mánudagur

Fundur hafnarnefndar Vopnafjarðarhrepps var haldinn þriðjudaginn 7. júlí 2015 kl.: 08:00 á skrifstofu sveitarstjóra.


Á fundinn voru mætt: Hjörtur Davíðsson, Þorgrímur Kjartansson, Ólafur Áki Ragnarsson hafnarstjóri, Erla Sveinsdóttir og Hrafnhildur Helgadóttir.


Dagskrá:
1.mál:  Opnunartími hafnarinnar.
Ákveðið að opnunartími hafnarinnar verði virka daga frá kl.: 08:00 – 18:30 og á sunnudögum frá kl. 17:00 -19:00. Einnig kom fram að útköllum eftir kl. 22:00 til 06:00 verði ekki sinnt. Nefndin setti fram eftirfarandi bókun:
Bókun:  Ákveðið var að fjallað yrði sérstaklega um opnun hafnarinnar á næstkomandi grásleppuvertíð og það auglýst síðar.


2.mál:  útboðsgögn.
Útboðsgögn vegna dýpkunar hafnarinnar lögð fram til kynningar, hafnarnefnd samþykkir þessi gögn með smávægilegum breytingum.


3.mál:  Önnur mál.
a)   Líftími Ásgarðs.
Nefndin ræddi það að fá aðila frá Vegagerðinni til þess að koma og skoða þessi mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir