Fundargerð hafnarnefndar 12. júní 2015

24.08 2015 - Mánudagur

Fundur hafnarnefndar 12. júní sem haldinn var í félagsheimilinu Miklagarði fyrir notendur hafnarinnar og aðra gesti.


Mættir á fund voru þessir gestir.
Emil Ólafsson, Friðbjörn Marteinsson, Sveinbjörn sigmundsson, Guðni Ásgrímsson, Hilmar Jósefsson, Heiðar kristbergsson, Hreinn Björgvinsson, Thorberg Einarsson, Björgvin Agnar Hreinsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Jón Svansson, Freyr Andrésson og Magnús Róbersson auk nefndarinnar.


Ýmislegt kom fram á þessum fundi og hér eru nokkrir punktar.
Ath. með stálþil í Ásgarði, þ.e.a.s líftíma.Hugmynd um að setja aukaefnið sem kemur úr höfninni sem uppfyllingu fyrir innan Miðhólma.
Ath. með að færa löndunarkranann út á Ásgarð mæltist vel fyrir hjá sjómönnum.
Opnunartími hafnar. Breyta um helgar í sunnudaga frá kl. 17 – 19.
Umræða um byggingarsvæði smábátasjómanna, ath. skipulag.
Ath. með siglingarljós í innsiglingu, ljósið við himnaríki sagt skyggja á.

Önnur mál:
Mikil umræða um fiskvinnslu, óánæja með málið. Spurning um að atvinnumálanefnd haldi opinn fund.
Fiskeldiskvíarnar, hefur verið rætt í hreppsnefnd.
Ásgarður. Þekjan farin að síga, vatn situr á henni, steyptir kantar þyrfti að saga úr köntunum, ekki hægt að ræsta hana núna.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir