Fundargerð hafnarnefndar 02. júní 2015

19.10 2015 - Mánudagur

Fundur hafnarnefndar Vopnafjarðarhrepps var haldinn 2. júní 2015 kl. 08:00 á skrifstofu vopnafjarðarhrepps.
Á fundinn voru mætt:  Hjörtur Davíðsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Þorgrímur Kjartansson, Agnar Karl Árnason,Erla Sveinsdóttir og ólafur Áki Ragnarsson.


1.mál.   Reykjavíkurferð.
Rætt um fyrirhugaða Reykjavíkurferð vegna fundar um hafnarmál.

2.mál.  Opnunartími hafnarinnar.
Rætt um opnunartíma hafnarinnar ásamt öðrum atriðum sem snerta höfnina. Ákveðið að ræða við notendur hafnarinnar á fundi sem haldinn verður föstudaginn 12, júní kl : 16:00 í félagsheimilinu Miklagarði.

Önnur mál:
a)     Umsókn um endurvigtunarleyfi fyrir Vopnfisk ehf.
Nefndin leggur fram eftirfarandi bókun.
Bókun:  Hjörtur Davíðsson vék af fundi þegar umræddur liður var tekinn fyrir.
Nefndin gerir engar athugasemdir við umsóknina.
b)    Fundargerð 375. Fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lögð fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir