Fundargerð hafnarnefndar 24. maí 2016

21.07 2016 - Fimmtudagur

Fundur í hafnarnefnd var haldinn þriðjudaginn 24. maí kl:08:00 á skrifstofu sveitarstjóra.


Mætt: Ólafur Áki Ragnarsson, Þorgrímur Kjartansson, Agnar Karl Árnason, Erla Sveinsdóttir og Hrafnhildur Helgadóttir.


Dagskrá:

1.mál.   Lok framkvæmda í höfninni á vegum Hagtaks.
Sveitarstjóri fór yfir verkið og sagði framkvæmdum lokið.

2.mál.   Hafnarsambandsþing 2016.
Ákveðið að Ólafur Áki Ragnarsson og Ari Sigurjónsson fari á þingið.

3.mál.  Drög af þjónustusamningi .
Kynntur þjónustusamningur við björgunarsveitina Vopna um lóðsinn.
Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Björgunarsveitina um að sveitin sjái um lóðsinn.

4. Önnur mál.
a) Veðurathugunarstöð við höfnina.
Ákveðið að setja hafnarvörðinn í það mál.
b). Gera höfnina sýnilega fyrir almenning og ath með að setja inn aflatölur og þær hreyfingar sem á bryggjunni eru inná heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.
c). Gera framtíðaráætlun fyrir höfnina, meta hafnarmannvirki og gera framtíðarplön hvað varðar endurbætur og viðhald á höfninni.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir