Fundur hafnarnefndar 27. september 2016

10.10 2016 - Mánudagur

Fundur í hafnarnefnd Vopnafjarðar 27. september 2016 kl: 08:00 á skrifstofu sveitarstjóra.


Mætt á fund: Erla Sveinsdóttir, Þorgrímur Kjartansson, Agnar Karl Árnasson, Ólafur Áki Ragnarsson og Hrafnhildur Helgadóttir.


Dagskrá:


1.mál Gjaldskrá fyrir Vopnafjarðarhöfn.
Nefndin samþykkir gjaldskrána.


Önnur mál.
a) Nefndin leggur fram eftirfarandi bókun.
Bókun : Nefndin fer fram á að fá kostnaðaráætlun fyrir gerð útektar á hafnarsvæðinu fyrir næsta fund, jafnframt hvað kostnaður myndi verða við uppsetningu á nýjum krana á Ásgarði.
b) Starfsmannamál.
Nýr hafnarvörður hefur störf 3.október.
c) Veðurathugunarstöð.
Ákveðið að nýr hafnarvörður skoði málið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir