Fundargerð hafnarnefndar 01. nóvember 2016

18.11 2016 - Föstudagur

Fundur haldinn í hafnarnefnd Vopnafjarðarhrepps 1. Nóvember 2016 kl:08:00 á skrifstofu sveitarstjóra.

Mætt :   Agnar Karl Árnason ,Erla Sveinsdóttir, Kristinn Ágústsson, Ólafur Áki Ragnarsson og Þorgrímur Kjartansson.

Dagskrá;

1.mál.  starfsmannamál.

Umræða um starfsmannamál , talað um að skipta með sér vinnunni. Umræður um framkvæmdir á höfninni, eru styrkhæfar að hluta.  Nýjum hafnarverði Kristni Ágústssyni líst vel á starfið þó lítil reynsla sé komin. Einnig var rætt um nýtt bókhaldskerfi hjá hreppnum þar sem möguleiki er á að hafnarvörður klári sína pappírsvinnu og geri í framhaldi þá reikninga sem koma frá honum.

2: mál. Farið yfir gjaldskrá fyrir árið 2017.

Nefndin leggur fram eftirfarandi bókun :

Bókun : Þrátt fyrir ákvæði í 14. gr um þjónustugjöld munu smábátaeigendur með lögheimili á Vopnafirði hafa leyfi til að geyma báta sína og vagna endurgjaldslaust á hafnarsvæði í samráði við hafnarvörð.

Nefndin  leggur fram aðra bókun.

Bókun :  Aðrir aðilar í atvinnustarfsemi sem óska eftir að nýta hafnarsvæðið geta fengið úthlutað stæðum gegn ákveðnu gjaldi. Þeim aðilum sem þess óska ber að hafa samband við hafnarvörð.

3.mál   Viðhaldsáætlun og skipulag hafarsvæðis.

Umræða um ljósbaujur, farið í allar keðjur og baujur. Lítur vel út með keðjur og dekk. Vantar einhver dekk á Ásgarð . Laga dekk á bryggju næsta sumar .

Önnur mál :

Fleira ekki gert og fundi slitið
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir