Fundargerð hafnarnefndar 10. janúar 2017

20.01 2017 - Föstudagur

 Fundur í Hafnarnefnd Vopnafjarðar var haldinn 10. Janúar 2017 á skrifstofu sveitastjóra.

Mætt :   Agnar Karl Árnason, Erla Sveinsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, ólafur Áki Ragnarsson og Þorgrímur Kjartansson.

Dagskrá :

1.mál:   Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhafnar fyrir árið 2017.

Sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun 2017 fyrir nefndinni , einnig kom það fram að búið væri að kaupa nýja bíl á höfnina, rafmagnsbíl sem væntanlegur er fyrripartinn í febrúar.

2.mál :   Málefni Kolbeinstangavita.

Sveitarstjóri tjáði nefndarmönnum að síðastliðið sumar hafi þakið á vitanum verið lagað og sett loftgat, einnig standi til að setja nýja hurð þar sem hin sé ónýt.

3.mál : Reykofn á Akranesi.

Reykofn sem var í eigu Vopnafjarðarhafnar og var staðsettur á Akranesi , var seldur í lok árs til fyritækisins Fiskás á Hellu á 6,2 milljónir með vsk.

4.mál : Erindi frá hafnarverði.

a)   Öryggismyndavél á löndunarbryggju.

Ekki var afstaða tekin í þessu máli að svo stöddu.

b) Ljós á varnargarðinn.

Ákveðið að ganga í það mál.

c) Færa löndunarkranann á Ásgarð.

Ákveðið að ganga í það mál, hafnarverði falið að athuga kostnað við kaup á nýjum krana  og þeim kostnaði sem því fylgir.

d). Setja upp rafmagnstengla við klöppina á móti hafnarhúsinu.

Hafnarverði falið að skoða það .

e) Netsamband í vigtarskúr.

Hafnarstjóri og hafnarvörður skoða málið og kanna kostnað.

5.mál. Önnur mál.

a)   Leiga fyrirtækja á hafnarsvæðinu.

Hafnarverði falið að ganga frá samningum við þá aðila sem vilja nýta sér þetta svæði.

b)  Girðing á bryggju.  Rætt um girðingu á bryggju neðan við frystigeymslu, ákveðið að skoða það

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir