Fundargerð hafnarnefndar 04. apríl 2017

05.05 2017 - Föstudagur

Fundur í hafnarnefnd Vopnafjarðarhrepps var haldinn 4.apríl 2017 kl: 08:00 á skrifstofu sveitastjóra.

Á fundinn voru mætt: Erla Sveinsdóttir, Hjörtur Davíðsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Ólafur Áki Ragnarsson, Þorgrímur Kjartansson , einnig var mættur á fundinn Kristinn Ágústsson hafnarvörður.

 

Dagskrá:

1.mál  Hafnarvörður fer yfir mál hafnarinnar.

Hafnarvörður lagði fram lista með verkefnum sem kemur í framhaldi af umræðum innan nefndarinnar um það sem gera þarf í viðhaldi og framkvæmdum á höfninni. Kynnti hann listann og ákveðið að kanna kostnað við þá liði í samráði við siglingarsvið vegagerðarinnar þar sem það á við. Einnig ræddi nefndin um mögulegan kostnað við að laga þekjuna á löndunarbryggju og ákveðið að kanna það.

Önnur mál:

a)     Hafrastjóri kynnti fyrirspurn frá ferðaþjónustuaðila um hugsanlega komu skemmtiferðaskipa til Vopnafjarðar.

b)    Kynnt áform um gönguleið út í hólmann.

c)     Lagðar fram spurningar til hafnarvarðar frá Agnari Karli Árnasyni, hafnarvörður svaraði þeim.

d)    Gjaldskrá hafnarinnar,  Umræður um gjaldskrána , ákveðið að skoða gjald 0 – 10 tonna báta sem fellt var út.

e)     Tillaga um að minnka umferð lyftara um miðbæinn, rætt um rennu neðan við Kaupvang.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir