Fundargerð hafnarnefndar 19. september 2017

30.09 2017 - Laugardagur

Fundur haldinn í hafnarnefnd Vopnafjarðar þriðjudaginn 19. september 2017.

Mætt: Ólafur Áki Ragnarsson, Hjörtur Davíðsson, Erla Sveinsdóttir, Agnar Karl Árnason, Þorgrímur Kjartansson og Hrafnhildur Helgadóttir, einnig mættur Kristinn Ágústsson hafnarvörður.

Dagskrá:

1.mál: Skýrsla hafnarstjóra og hafnarvarðar um framkvæmdir sumarsins.

Hafnarvörður fór yfir það sem hefur verið yfirfarið  á höfninni í sumar.Til stendur að kafa og taka dekk og hreinsa til í henni.. Ákveðið að láta laga þekjuna á næsta ári.

2.mál: Hafnarsambandsþing 2017.

Haldið á Húsavík fimmtudaginn 21.sept. Hafnarstjóri fer.

3.mál: Gjaldskrá fyrir 2017.

Nefndin leggur fram bókun:

Bókun:

 

Undirrituð leggja til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á gjaldskrá fyrir

Vopnafjarðarhöfn 2017

 

Bryggjugjöld.

 

5.grein

 

Felldur hefur verið niður flokkurinn fyrir 0-10 brúttótonna báta.

 

Leggjum við til við sveitastjórn að sá flokkur verði settur aftur inn í gjaldskrána og þá með þeirri vísitöluhækkun sem settur var á lið a) og b) í gjaldskránni fyrir árið 2017

 

Eftir breytingu á gjaldskránni hafa eigendur báta undir 0-10 brt. verið rukkaðir um sama gjald og eigendur báta frá 10-30 brt. Þrátt fyrir að gjald fyrir 0-10brt. báta sé ekki getið í gjaldskránni.Ljóst er að hækkun á gjaldi fyrir þessa báta er um 97% og hafa eigendur bátanna verið að greiða það gjald, þrátt fyrir mikla óánægju.

 

Leggjum við því til við sveitastjórn að þessi mistök verði leiðrétt og jafnframt að mistökin verði leiðrétt allt aftur til þess tíma er gjaldskráin tók gildi.

 

Samþykkt samhljóða í nefndinni.

 

4.mál: Drög að gjaldskrá fyrir árið 2018.

Lögð fram til kynningar.

 

Önnur mál:

a): Bréf frá skipulags- og byggingafulltrúa Vopnafjarðarhrepps.

Varðandi stækkun á sjódæluhúsi á höfninni. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti.

b): Hafnarvörður skoði baujur og ljós í höfninni.

Fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir