Fundargerð hafnarnefndar 24. október 2017

27.10 2017 - Föstudagur

Fundur í hafnarnefnd Vopnafjarðarhrepps 24.október 2017.

 

Mætt: Ólafur Áki Ragnarsson, Þorgrímur Kjartansson, Erla Sveinsdóttir, Agnar Karl Árnason og Hrafnhildur Helgadóttir.

 

Dagskrá:

1.mál.    Drög að gjaldskrá fyrir árið 2018.

Hafnarstjóri kynnti drög að gjaldskrá fyrir árið 2018. Nefndin leggur fram eftirfarandi bókun.

Bókun:  Nefndin samþykkir gjaldskrá fyrir árið 2018.

 

2.mál.  Tillögur að framkvæmdum 2018.

Tillögur bárust frá hafnarverði um hafnarframkvæmdir fyrir árið 2018.

Tillögurnar kynntar og ákveðið að þær fari í ferli við gerð fjarhagsáætlunar.

 

Önnur mál:

a)     Rætt var um að hækka innsiglingarljós, setja ljós við friðarskerið og hreinsa hafnarkantinn. Hafnarverði falið að leggja fram kostnaðaráætlun og framkvæmdaráætlun fyrir hafnarnefnd.

b)    Nefndin ákvað að næsti fundur hafnarnefndar verði haldinn í hafnarhúsinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir