Fundargerð hafnarnefndar 07. desember 2017

15.12 2017 - Föstudagur

Fundur haldinn í hafnarnefnd Vopnafjarðarhrepps 7. desember kl. 8 í hafnarvarðarhúsinu

 

Mætt: Ólafur Álo Ragnarsson, Erla Sveinsdóttir, Agnar Karl Árnason, Hjörtur Davíðsson, Hrafnhildur Helgadóttir og Kristinn Ágústsson, hafnarvörður.

 

  1. mál:   Fjárhagsáætlun fyrir 2018

Hafnarstjóri kynnti fjárhagsáætlun 2018 fyrir nefndinni, farið var yfir það sem að viðkom höfninni og ákveðið að skoða hana betur þegar hún væri fullgerð.

 

  1. mál:   Farið yfir fundargerð og tillögur um framkvæmdir frá hafnarverði.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Ákveðið að hafnarvörður ræði við vegagerðina (siglingasvið) um innsiglingarljós, kostnað og annað sem viðkemur því, einnig ákveðið að koma á fundi við skipstjóra um ljós í innsiglingu við friðarsker.

 

  1. Önnur mál:

a)     Lagður fram listi um leiðréttingu á hafnargjöldum smábáta.

Fram kom að búið væri að ganga frá þessu við hluthafandi aðila.

 

b)     Lagt fram bréf frá umhverfisstofnun um reglubundið eftirlit móttöku úrgangs og framleifa frá skipum í Vopnafjarðarhöfn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir