Fundargerð hafnarnefndar 15. mars 2018

06.04 2018 - Föstudagur

Fundur í hafnarnefnd Vopnafjarðar var haldinn á skrifstofu sveitarstjóra 15. mars.2018 kl: 08:00.

 

Mætt: Ólafur Áki Ragnarsson, Agnar Karl Árnason, Hjörtur Davíðsson, Erla Sveindóttir og Hrafnhildur Helgadóttir.

Dagskrá:

1.mál:   Skýrsla frá hafnarverði um starfið framundan.

Hafnarvörður fór yfir nokkur atriði sem lágu fyrir,  meðal annars voru rædd ljós við friðarsker og bauja við endann á skipshólmanum, ákveðið var að ræða þessi mál við skipstjóra uppsjávarskipana og fá þeirra sýn á málið, varðandi staðsetningar.  Einnig komu tvö tilboð í nýja girðingu á höfnina.  Ákveðið að taka tilboðinu frá FERROZINK á Akureyri, nefndin fól hafnarverði að ganga frá samningum við FERROSINK.

Einnig umræður um að setja rafmagnsstaur með tenglum undir klöppinni gegnt hafnarvarðarhúsinu fyrir smábátaeigendur, samþykkt að þetta verði gert sem fyrst. Einnig kom fram að stefnt verði að því að laga þekjuna í sumar.

Svo kom fram að væntanlegt er skemmtiferðaskip til Vopnafjarðar þann 29.júlí og fögnum við því.    

 

Önnur mál :

1.mál:   Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Vopnafjarðar.

Magnús Már kom með erindi frá HB Granda um að fá að opna aftur ramp fyrir lyftaraumferð fyrir neðan Kaupvang, erindið samþykkt

Farið yfir erindi frá Yrki Arkitektum um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis.

1)     Landfyllingar, hafnarkantur og strandlengjan. Óbreytt að mati nefndarinnar.

2)     Ónýttir byggingarreitir.  Óbreytt að mati nefndarinnar

3)     Umferð:   Óbreytt.

b)  Hafnarverði falið að panta og koma fyrir upplýsingarskiltum á akstursleiðum á hafnarsvæðinu. 

Fleira ekki gert og fundi slitið.




Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir