Fundargerð hafnarnefndar 08. maí 2018

23.05 2018 - Miðvikudagur

Fundur í hafnarnefnd Vopnafjarðarhrepps var haldinn 8.maí.2018 á skrifstofu sveitarstjóra kl:08:00.

Mætt:  Agnar karl Árnason, Ólafur Áki Ragnarsson, Hjörtur Davíðsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Þorgrímur Kjartansson og Kristinn Ágústsson hafnarvörður.

 

Dagskrá:

1.mál     Deiliskipulag Vopnafjarðarhafnar.

Hafnarstjóri kynnti fyrir nefndinni  lýsingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Vopnafjarðar, formanni falið að hitta Sigurð Jónsson byggingafulltrúa og arkitekta sem væntanlegir eru til Vopnafjarðar í dag 08.05.2018 í Miklagarði.

 

2.mál    

a)     Hafnarvörður kynnti tilboð á vefmyndavélum á höfnina, hafnarvörður hefur verið í sambandi við persónunefnd vegna staðsetningu vélanna, ákveðið að hafnarverði verði falið að ljúka málinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Nefndin þakkar fyrir samstarfið síðastliðin fjögur ár.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir