Fundargerð hafnarnefndar 09. október 2018

22.10 2018 - Mánudagur

Fundur nr. 2 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í hafnarnefnd Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 9. október 2018 á skrifstofu sveitarstjóra kl. 8:00.

 

Mætt til fundar: Þorgrímur Kjartansson, Agnar Karl Árnason, Hjörtur Davíðsson, Jón Helgason (varamaður ) og Kristrún Ósk Pálsdóttir

 

Einnig mættur Þór Steinarsson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá

 

  1. Almenn nefndarstörf

Nefndin var búin að halda fund þar sem hún skipti með sér verkum. Þorgrímur er formaður, Hjörtur varaformaður og Kristrún ritari

  1. Bréf frá Fiskistofu
    Tekið til umræðu, sveitastjóra falið að svara bréfinu og fara yfir verkferla sem tengjast meðferð viktarnóta ásamt hafnarverði. Málinu væntanlega lokið þar með
  2. Ljós í innsiglingu

Sveitastjóri sagði frá því að hann hefði rætt við yfirmenn á uppsjávarskipum og þeir bent á að ljós vanti á Friðarsker. Fram kom að tekin hafði verið ákvörðun um það á síðasta kjörtímabili að setja ljósið upp, Sveitastjóra falið að fylgja því eftir að það yrði framkvæmt.

  1. Önnur mál
    1. Rætt var um að fara þarf yfir viðhaldsverkefni við höfnina, verkefnum sem eru í gangi verði lokið sem fyrst með réttum frágangi. Óskað eftir að framkvæmd verði kostnaðarmetin viðhaldsáætlun þar sem fram komi nauðsynleg viðahaldsverkefni auk þeirra sem þegar hafa verið samþykkt. Brýnt er að farið verði strax í að klára uppsetningu girðingar frá frystigeymslu að bryggjukanti og þekju hafnarinnar. Einnig stiga við löndunarkrana smábáta. Vísað til sveitarstjórnar
    2. Æskilegt er að skýrsla komi frá hafnarverði fyrir hvern fund um starfsemi liðins mánaðar, stöðu á viðhaldsverkefnum og annað sem tilheyrir höfninni.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 8:49.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir