Fundargerð hafnarnefndar 11. desember 2018

27.12 2018 - Fimmtudagur

Fundur hafnarnefndar 11.12.2018

Haldin á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps

Mætt á fund Þorgrímur Kjartansson, Agnar Karl Árnason, Hjörtur Davíðsson, Thorberg Einarsson, Kristrún Pálsdóttir og Þór Steinarsson

1. Skýrsla Hafnavarðar 

Skýrslan rædd, rætt sérstaklega um myndavél sem er fyrir smábátahöfn, hvort hún eigi að vera opin almenningi á netinu, hversu margar þær eiga að vera og hvar staðsettar. Hafnarstjóra falið að afla upplýsinga um málið.

 

2. Vargeyðing

Kannað var hvernig hljóðfælur hafa nýst annarsstaðar og ákeðið að nýta ekki þann kost. Rætt um að skoða betur hvernig verkefninu er háttað annarsstaðar, auglýsa eftir aðila/ í verkefnið og semja um vargeyðingu.

 

3. Veðurstöð

Hafnarnefnd er einhuga um mikilvægi þess að sett verði upp veðurstöð við höfnina, m.a. til þess að hægt sé að gefa og hafa óyggjandi upplýsingar um veður. Samkvæmt lauslegum athugunum þarf ekki að vera mikill kostnaður við það, en rétt er að skoða við kaup á veðurstöð að hægt sé að stækka hana með tímanum ef þurfa þykir.

 

4. Ályktun hafnarsambands um öryggi í höfnum

Nefndin tekur undir þörfina á áhættumati og því að fengnir séu óháðir aðilar til úttektarinnar ogað höfnin sé öryggisvottuð.

5. Stjórnarfundur Hafnarsambands no.408

Lögð fram.

 

6. Hafnarsambandsþing 2018 þinggerð

Lögð fram.

 

7. Gjaldskrá Vopnafjarðarhafnar

Gjaldskráin samþykkt

 

8. Önnur mál

-         Rætt um að þörf sé á að gera kaupfélagsbryggju snyrtilega og laga hana þannig að hún sé þokkalega útlítandi.

-         Ásbryggja (gmala síldarplanið) þarfnast viðgerðar þar sem hún er mjög illa farin. Rætt hvort kanna eigi hvort hægt sé að sækja styrki til endurbóta á henni.

-         Rætt hvort ástæða sé að gera þarfagreiningu fyrir höfnina. 

-         Rætt hvort ástæða sé til að halda opin fund fyrir almenning um hafnarmál.

-         Rætt var um landtengingar fyrir stærri skip og er þar um að ræða óheyrilegan kostnað og ekki talin  ástæða til að skoða þau mál frekar.

 

Fundi slitið 09:00

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir