Fundargerð hafnarnefndar 08. janúar 2019

08.02 2019 - Föstudagur

Fundur hafnarnefndar 8. jan. 2019

Haldin á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps

 

 

Mætt á fund Þorgrímur Kjartansson, Agnar Karl Árnason, Thorberg Einarsson, Kristrún Pálsdóttir og Þór Steinarsson sem ritaði fundargerð.

 

1. Skýrsla Hafnavarðar 

Skýrslan rædd, Umræða um rafmagnstengla og staðsetningu þeirra. Áréttað að haldin verði fyrri ákvörðun um staðsetningu tenglanna.

Talið að klára eigi þjónustuaðstöðu áður en innheimt verða gjöld af bátum á landi. Fram að því verði ekki innheimt gjöld.

 

2. Viðhaldsáætlun lögð fram til kynningar . Lagt til að henni verði forgangsraðað og hún kostnaðarmetin. Nefndarfólki gert að koma með tillögur að verkefnum áður en áætlunin verður kláruð.

 

3. Uppsetning á myndavélum kynnt. Tvær vélar verða settar upp sem sýna löndunarbryggjuna og smábátahöfnina. Myndavélarnar verða aðgengilegar almenningi.

 

4. Önnur mál

-         Lagt til að Ásbryggju verði lokað fyrir umferð þangað til hún hefur verið lagfærð.

-         Hvatt til að löndunarkrani verður færður af haftasvæði.

-         Framtíð hafnarinnar, Ákveðið að drög verði gerð að framtíðarsýn um aðbúnað hafnarinnar og kynnt fyrir íbúum og haghöfum. Umræðan verði tekin upp á næsta fundi.

 

 

Fundi slitið 09:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir