Fundargerð hafnarnefndar 2.apríl 2019

04.04 2019 - Fimmtudagur

02.04.19 kl.08:00


Fundur hafnarnefndar

Skrifstofu sveitarstjóra

Mætt, Þorgrímur Kjartansson, Agnar Karl Árnason, Hjörtur Davíðsson,
Thorberg Einarsson, Kristrún Pálsdóttir og Þór Steinarsson

1. Fundargerð hafnarsambandsins lögð fram.
2. Þór sagði frá vinufundi sem verður á Reyðarfirði um mengunarvarnir,
samþykkt að senda hafnarvörð á hana.
3. Óeðlileg hækkun sorpgjalds á smábáta tekin til umræðu, Baldur
Kjartansson mætti og útskýrði málið og var þetta ekki rétt gjaldtaka og
verður leiðrétt, einnig tók hann fram að reiknað flotbryggjugjald væri
ofreiknað og verið væri að leiðrétta þessa útreikninga og endurgreiða
gjöldin sem um ræðir.
4. Óskað eftir að hafnarvörður geri úttekt á sorpmálum við höfnina og komi
með tillögur að fyrirkomulagi og aðstöðu.
5. Ákveðið að halda fund með smábátaeigendum 15. maí.
6. Rætt um ástand ljósa og stiga við höfnina og að ástæða sé til að fylgjast
vel með að ljós séu í lagi og laga stigana þar sem við á.

Ekki fleiri mál tekin fyrir fundi slitið kl.09:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir