Fundargerð hafnarnefndar 3.12.19

10.01 2020 - Föstudagur

Hafnarnefndarfundur 03.12.19 kl.08:00

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps

mætt, Thorberg Einarsson, Þorgrímur Kjartansson, Agnar Karl Árnason, Hjörtur Davíðsson, Kristrún Pálsdóttir og Þór Steinarsson

 

Farið yfir skýrslu hafnavarðar, steinar á leiðarbaugjum hafa færst til, keðjur á eldri flotbryggju eru í  ólagi, þetta þarf að lagfæra .

Gjaldskrá var uppfærð samkvæmt vísitöluhækkun, breyting varð á gr. 14 um lóðs, umhverfisgjald sett inn sem er 1000kr, per skýrsla, en þetta er vegna Klappa umhverfislausna sem ákveðið hefur verið að taka í notkun, einnig ar ákveðið að leggja á mánaðrlegt sorpgjald á báta og skip. 

Farið var yfir veðurstöðvar sem í boði eru og leggur nefndin til að hanarveður 1 verði keypt.

 Engar athugasemdir voru gerðar við fundargerðir sem voru með fundargögnum

 

undir liðnum önnur mál var rætt um að ástæða væri til að skoða hvað við hefðum að bjóða til að taka á móti gámaskipum, horft til framtíðar þar sem það gæti skilað tekjum til hafnarinnar. Þótti meiri ástæða til að skoða þennan möguleika frekar en að fá skemtiferðaskip hérna þar sem tekjur til hafnarinnar eru mjög litlar af skemtiferðaskipum.

 

Fundi slitið 09:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir