Hafnarnefnd 21.02.02

21.02 2002 - Fimmtudagur

Fundargerð hafnarnefndar 21. febr. 2002


Hafnarnefndarfundur haldinn 21. febr. 2002 í Miklagarði kl. 1200 Mættir voru: Hafþór Róbertsson, Hilmar Jósefsson, BárðurJónasson og Ingólfur Sveinsson. Jafnframt var mættur sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. mál. Fundargerð hafnarnefndar frá 17. jan. sl.

2. mál. Löndurnarbryggja, þekja og lagnir, útboð. Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir þekju.

Hafnarnefnd samþykkir að gengið verði frá útboðsgögnum þannig að mögulegt verð að bjóða verkið út eigi síðar en í apríl n.k. Lagt til að tengiskápar rafmagns verði liggjandi en ekki standandi.

Einnig lögð fram drög að teikningum varðandi olíulagnir, sem Olíudreifing hf. hyggst leggja. Lagt fram til kynningar.

3. mál. Hafrannsóknarstofnun, bréf dags. 2. febr. sl. varðandi
niðurstöður á botndýralífi við innsiglingu. Lagt fram til kynningar. Jafn framt rætt um legu á brimvarnargarði. Samþykkt fulltrúa Siglingastofnunnar til Vopnafjarjðar til þess að vinna að endanlegri legu brimvarnargarðs.

4. mál. Aukafundur Hafnarsambands sveitarfélaga 1. mars n.k. varðandi nýtt frumvarp að Hafnarlögum. Samþykkt að fela formanni hafnarnefndar og hafnarstjóra að mæta á þingið.

5. mál. Fundargerð Hafnarsambands sveitarfélaga frá 11. jan. sl.


6. mál. Rætt um tiltekt á gámaporti og umhverfi. Á vor mánuðum verði ráðist í aðgerðir. Eigi síðar en 1. maí n.k. verði þessu verkefni lokið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Bárður Jónasson
Ingólfur Sveinsson
Hilmar Jósefsson
Hafþór Róbertsson


Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir