Fundargerð hreppsnefndar 06. apríl 2017

07.04 2017 - Föstudagur

Fundur nr. 58 kjörtímabilið 2014 – 2018

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 6. apríl 2017 í Miklagrði kl. 16.00.

 

Mætt til fundar: Stefán Grímur Rafnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Ása Sigurðardóttir, Hinrik Ingólfsson, Bárður Jónasson, Magnús Þór Róbertsson og Sigurjón H. Hauksson.

 

Einnig sátu fundinn Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá

 

 1. Fundargerðir:
 1. Fræðslunefndar dags. 28. febrúar 2017

3. tl. fundargerðar tekinn til umræðu, samhljóða samþykkt að fela sveitarstjóra að kalla eftir sálfræðiþjónustunni. Fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

 1. Fagráðs Sundabúðar dags. 21. mars 2017

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Nefndar um byggingu vallarhúss á  íþróttasvæði sveitarfélagsins dags. 29. mars 2017

Lagt fram til kynningar.

 

 1. 848. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

 

 1. 153. fundar félagsmálanefndar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. 32. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Almenn mál:
 1. Drög að þjónustu- og samstarfssamningi milli Vopnafjarðarhrepps og Austurbrúar ses.

Sveitarstjóri kynnti málið og í framhaldi af kynningu hans fór fram mikil umræða um stofnunina. Sveitarstjórn samþykkir síðan samstarfssamninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. Vopnafjarðarhrepps.

 

 1. Tillaga stjórnar SvAust ehf. um fyrirkomulag á rekstri almenningssamgangna á Austurlandi.

Nánar kynnt af sveitarstjóra og fram fór umræða málefnið. Síðan samhljóða samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefni og rekstur SvAust ehf.

 

 

 1. Bréf til sveitarstjórnar frá:
 1. Stjórn SSA um tillögu að gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir allt Austurland

Sveitarstjóri kynnti málið nánar og jákvætt í það tekið - samhljóða samþykkt þátttakan.

 

 1. Hestamannafélaginu Glófaxa

Erindi Glófaxa samhljóða samþykkt.

 

 1. Kaupvangskaffi

Jákvætt tekið í erindið og samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra vinna að málinu í samvinnu við ferða- og menningarmálafulltrúa.

 

 1. Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum

Sveitarfélagið hefur undanfarin ár sótt um fjármagn í slóðir og smalavegi. Lagt fram til kynningar.

 

 1. Ingólfi Braga Arasyni

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún samþykkt samhljóða, fundi slitið kl. 17:53.

Fylgigögn fundar 060417.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir