Fundargerð hreppsnefndar 11. maí 2017

12.05 2017 - Föstudagur

Fundur nr. 61 kjörtímabilið 2014 – 2018

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 11. maí 2017 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 16.00.

 

Mætt til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Stefán Grímur Rafnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Linda Björk Stefánsdóttir, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Bárður Jónasson og Magnús Þór Róbertsson.

 

Einnig sat fundinn Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri, er ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fundinn og óskaði eftir samþykki fundarins á að taka lið c. starfsmannamál út úr almennum málum og flytja þau neðst á dagskrána. Undir þeim lið væri fundur sveitarstjórnar lokaður. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

  1. 1.      Almenn mál:
  2. Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps A- og B-hluta fyrir árið 2016 tekinn til síðari umræðu.

Ársreikningurin borinn upp til samþykktar og hann samhljóða samþykktur.

 

  1. Ársreikningur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2016

Lagt fram til kynningar

 

 

  1. Bréf til sveitarstjórnar frá:

a)      Frá foreldrum á Bakkafirði um leikskólapláss á Vopnafirði

Samþykkt að vísa málinu til umsagnar fræðslunefndar og til leikskólastjóra Brekkubæjar til umsagnar.

 

 

  1. Fundargerðir:

a)      393. og 394. fundar Hafnarsambands Íslands

Lagt fram til kynningar.

 

b)      849. Fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Starfsmannamál

Fundi sveitarstjórnar lokað.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún samþykkt samhljóða, fundi slitið kl. 17:50.

Fylgigögn fundar 110517 - 2.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir