Fundargerð hreppsnefndar 06. júlí 2017

07.07 2017 - Föstudagur

Fundargerð 64. fundar sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps sem haldinn var fimmtudaginn 6. júlí 2017 á skrifstofu sveitarstjóra Hamrahlíð 15 kl. 08.00.

Mætt til fundar: Hinrik Ingólfsson, Einar Kristbergsson, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Bárður Jónasson, Sigríður Bragadóttir  og Magnús Þór Róbertsson.

 

Einnig sat fundinn Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri, sem stjórnaði fundi og  ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

  1. Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íþróttasvæðis á Vopnafirði. Farið var yfir umsagnir Skipulagsstofnunar og Náttúrufræðistofnunar og samantekt ráðgjafa.  Eftirfarandi samþykkt var gerð:

“Frestur til að skila athugasemdum vegna skipulagslýsingar var til 30. júní sl. Tvær umsagnir bárust. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing fyrir deiliskipulag íþróttasvæðis Vopnafjarðar, dags. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 14. júní og umsögn Náttúrufræðistofnunar dags. 23. júní. Umsagnir og samantekt ráðgjafa kynnt. Sveitarstjórn samþykkir að unnin sé deiliskipulagstillaga til samræmis við lýsingu og að teknu tilliti til umsagna um hana.“

 

 

  1. Bréf til sveitarstjórnar frá sveitarstjóra Langanesbyggðar varðandi beiðni um áframhaldandi urðun sorps að Búðaröxl Vopnafirði. Eftirfarandi samþykkt var gerð:

„Samkvæmt gildandi starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn að Búðaröxl sem gefið var út af Umhverfisstofnun í október 2015 er heimilt að taka á móti allt að 1000 tonnum af úrgangi á ári. Undanfarin ár hefur Langanesbyggð verið heimilað að urða sorp tímabundið að Búðaröxl. Með því magni sem borist hefur frá Langanesbyggð er urðunarmagn yfir leyfilegum mörkum.  Leyfi Langanesbyggðar til urðunar hefur verið framlengt tvisvar á liðnu ári. Með hliðsjón af magni því sem starfsleyfið byggir m.a. á, sér sveitarstjórn sér ekki fært að framlengja leyfi til handa Langanesbyggð til urðunar sorps að Búðaröxl.  Lokun sem tók gildi 1. júlí 2017 stendur því.“  

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 08:25.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir