Fundargerð hreppsnefndar 09. nóvember 2017

10.11 2017 - Föstudagur

Fundur nr. 70 kjörtímabilið 2014 – 2018

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 9. nóvember 2017 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 16.00.

 

Mætt til fundar: Stefán Grímur Rafnsson, Eyjólfur Sigurðsson, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Agnar Karl Árnason, Bárður Jónasson, Magnús Þór Róbertsson og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá

 

  1. 1.      Almenn mál:

a)      Kosning fulltrúa á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands sem haldinn verður á Borgarfirði eystri 17. nóvember nk.

Samhljóða samþykkt að sveitarstjóri fái heimild til að velja fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn sem fer umboð þess.

 

b)      Kosning fulltrúa á aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. sem haldinn verður á Skriðuklaustri í Fljótsdal fimmtudaginn 23. nóvember nk.

Samhljóða samþykkt að til fundarins fari f.h. Vopnafjarðarhrepps Sigríður Bragadóttir og til vara Ólafur Áki Ragnarsson.

 

c)      Umboð til sveitartjóra Vopnafjarðarhrepps til að ganga frá lífeyrisskuldbindingum starfsmanna Sundabúðar við fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Sveitarstjóri greindi nánar frá hvað málið varðar sem síðan var til umræðu. Samhljóða samþykkt að sveitarstjóri fái umboð til að ganga frá málinu.

 

d)      Tillaga að hraðatakmörkum á hluta Lónabrautar

Fram fór umræða um málið en síðan samhljóða samþykkt að lækka hámarkshraðann innan skólamarka, sem afmakast að hraðahindrunum norðan og sunnan svæðisins, í 15 km./klst. sbr. samþykkt hreppsnefndar 30. apríl 2015.

 

e)      Mánaðarlegt minnisblað frá Yrki Arkitektum um stöðu verkefna október/nóvember 2017

Minnisblað Yrki ark. tekið til umfjöllunar og umræðu. Að öðru leyti til kynningar.

 

  1. 2.      Fundargerðir:

a)      Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands dags. 19. október 2017

Lagt fram til kynningar

 

b)      158. fundar Félagsmálanefndar

Lagt fram til kynningar

 

c)      398. fundar Hafnarsambands Íslands

Lagt fram til kynningar

 

d)      853. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún samþykkt samhljóða, fundi slitið kl. 17:05.

Fylgigögn fundar 091117.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir